Náttúruauðlindir í þjóðareigu

Fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum hafa vakið marga til umhugsunar. Jörðin á vatnsréttindi að Jökulsá á Fjöllum en einnig hefur komið upp að þar mætti mögulega bora niður á jarðvarma.

Spurningarnar sem svífa yfir vötnum þessa daganna lúta meðal annars að eignarhaldi á auðlindum.  Viljum við að einkaaðilar eigi auðlindir og nýti þær?  Og skiptir þjóðerni eigandans þá einhverju máli í því sambandi?

Stefna Hreyfingarinnar í þessum málaflokki er hvorki flókin né sett fram í löngu máli.  Hún er engu að síður skýr:

,,Allar náttúruauðlindir sem tilheyra íslenskri lögsögu, í lofti, láði og legi, verði í þjóðareigu. Óheimilt verði að framleigja auðlindir nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs verði gætt."

Frumvarp Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða, Þriðja leiðin, er svo til merkis um hvernig útfæra megi þessa stefnu.

Í þessari umræðu er forvitnilegt að horfa til þess sem segir í frumvarpi stjórnlagaráðs um auðlindir:

,,Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja." (feitletrun mín)

Óhætt er að fullyrða að Hreyfingin vilji ganga lengra en stjórnlagaráð þar sem stjórnlagaráð dregur línuna við þær auðlindir sem ekki eru í einkaeigu á meðan Hreyfingin vill þær allar í þjóðareign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kaupin eru ekki gengin í gegn, innanríkisráðherra á eftir að samþykkja þau, mér heyrðist hann nú ekki vera neitt sérstaklega jákvæður í garð Kínverjans, í fréttum í gærkvöldi...................

Jóhann Elíasson, 29.8.2011 kl. 13:34

2 identicon

Það er 100% ljóst að þessi ríkisstjórn og það sem hún stendur fyrir er brandari.

Þótt hún eigi að hafa atkvæði allra katta sín megin, þá er það deginum ljósara að það er ekki nokkur samstaða þar í að koma lögum yfir auðlindirnar, frekar en önnur mál á stefnuskrá hennar:

Umhverfi og auðlindir:

Standa þarf vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum.

Þjóðareign og mannréttindi:

Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum.

Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind.

Þessi rikisstjórn er leppsjórn vafasamra fjárglæframanna sem með mútum og hagsmunum einstaklinga, hafa hafa hana í vasanum.

það er þjóðþrifa mál að koma þessu hrunapakki frá og nýtt fólk inn.

Fólk sem fer fram fyrir þjóðina og hennar hagsmuni en ekki klíkusamfélagsins.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ljóst að vatnið er af skornum skammti í heiminum, og að sjálfsögðu þurfa Kínverjar og aðrar þjóðir heims vatn, eins og íslendingar. Þessi Kínverji er í mínum augum ekki hættulegri en Íslendingar, og við fyrstu sýn ekkert hættulegur yfir höfuð.

Ég hef furðað mig á því í mörg ár, hvers vegna ekki eru fjallahótel og ferðaþjónusta í kringum þau á íslandi? Við höfum að vísu ekki skíða-Alpa, heldur elfjöll, hveri og jölka, sem marga langar að ferðast um og skoða. Auðvitað þarf vatn fyrir ferðaþjónustu, en gleymum ekki að það þarf t.d. líka mikið vatn í álbræðslu.

Gott væri að fá upplýsingar um hversu mikið vatn og rafmagn fer í atvinnustarfsemi af öllum sortum, og reikna svo hagnað Íslands út frá endanlegri plús-niðurstöðu framtíðarinnar.

Mikilvægt er að semja þannig um þessi mál við blessaðan Kínverjann, að það endi ekki með því að Íslendingar þurfi að kaupa sitt eigið vatn dýrum dómi frá skólphreinsi-stöðvum, sem nota mikið rafmagn til að hreinsa skólpið til manneldis, dýraeldis, vökvunar og þrifa, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er nú bara hugleiðing hjá mér, sem þarf málnefnanlega umræðu í mörgum og ópólitískum klukkutíma-Kastljósþáttum. Af þannig umfjöllun myndum við öll læra mikinn sannleika.

Kínverjar eru varla verra fólk en við Íslendingar, og margfalt eldri og þroskaðri þjóð en íslendingar.

Hvers vegna ekki Kínverja á Grímsstaði á Fjöllum, þegar búið væri að tryggja að íslendingar hefðu nægt vatn og rafmagn fyrir sig, á viðráðanlegu verði, áður en skrifað er undir samning við þennan ágætis mann? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2011 kl. 23:53

4 identicon

Nennir einhver að útskýra fyrir mér hvaða auðlindir við erum að tala um? Síðast þegar ég vissi var þetta bara graslendi... ef það telst vera náttúruauðlind þá hlít ég að geta skilgreint garðinn minn sem náttúruauðlind líka, sem þýðir enn frekar að það þarf að banna öllum útlendingum að kaupa sér hús hér á landi sem hefur garð... af því það er náttúruauðlind.

Þetta er landssvæði sem við erum að tala um. Þó svo að kínverji kaupi jörðina þá verður hún alltaf íslensk því hér er jú... á íslandi.

En ríkisstjórnin mun án efa skíta upp á bak eins og venjulega og banna honum þetta, og þar með koma í veg fyrirmiklar tekjur í framtíðinni.Því jú, nánast ónotað landssvæði ætti að koma okkur íslendingum betur fyrir sérstaklega í þessari kreppu sem við erum í.

Rúnar (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:01

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú rjúka menn upp til handa og fóta yfir þessu.  Það er kannski rétt að benda á það að Grímsstaðir á Fjöllum hafa verið til sölu í fjölda ára og enginn séð nokkra ástæðu til svo mikið sem að skoða jörðina bara talið þetta vera verðlausa auðn lengst uppi á öræfum.  En núna þegar erlendur aðili vill kaupa þá er um að ræða ómetanleg náttúruauðævi.  Eru þetta ekki dæmigerð viðbrögð hjá VG (WC) og okkur Íslendingum almennt????

Jóhann Elíasson, 30.8.2011 kl. 10:28

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ríkisstjórnin þarf að flýta vinnu sinni.Vatnalög eru enn óstaðfest.Lög um veðsetningu á eign á landi eða landssvæði,þurfa liggja frammi.(Barn forðast eldinn,eftir að hafa brennt sig).(Vitna ég til veðsetningu á óveiddum fiski).

Annars eru öllum ljóst að er lög eða reglugerðir,sett á,eru 4-5 leiðir í kringum þau.Því ber að huga að smugum,sem myndast.

Veðsetning á mannvirkjum þeim,sem umræddur Kínverji ætlar að reisa,hef ég engar athugasemdir við.

Ingvi Rúnar Einarsson, 30.8.2011 kl. 13:21

7 identicon

Það ætti að nægja þeim að kaupa 20-30 hektara, undir hótel og golfvöll. Meira land á ekki að selja þeim, síðan væri allt í lagi að leigja þeim land undir þetta, en hálendi Íslands og stærstu bújarðir landsins á ekki að selja útlendingum.

Umræðan á netinu um myndbandið hans Guðbjörns, er búin að vera fyrirferðarmilil í einar tvær vikur,og en eru aðilar sem halda því fram að útreikningur Guðbjörns sé ekki réttur,því væri mjög æskilegt að HH. fengi óháðan aðila að fara yfir útreykningana á myndbandinu, til að niðurstaða fáist, því fyrir allan almenning er mjög mikilvægt að hið rétta komi fram.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband