Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Þjóðarsátt um þak á verðbætur

Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána.  Á tímum þegar nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að draga úr skuldsetningu heimilanna, þá sýnir ríkisstjórnin algjört skilningsleysi á því ófremdarástandi sem hér ríkir.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða sem koma í veg fyrir að þær hækkanir, sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi, þyngi lánabyrði heimilanna.  Samtökin taka undir tillögur þingflokks Framsóknarmanna um að sett verði 4% þak á verðbótarþátt fjárskuldbindinga, enda er það ein af grundvallarkröfum samtakanna. 

Frumvarpið endurómar tillögur margra flokka og einstakra þingmanna í öðrum flokkum. Hvetja samtökin því til þess að frumvarpið fái sem fyrst þinglega meðferð, þrátt fyrir að um þingmannamál minnihluta sé að ræða. Fólkið í landinu er örvæntinarfullt og þingið þarf að sýna að það skilji neyð þess. Nú er ekki tíminn til að karpa um hver lagði frumvarpið fram eða hver fær heiðurinn af því.

Með því að setja 4% þak á verðbótaþátt fjárskuldbindinga gefst ríkisstjórninni auk þess svigrúm til frekari tekjuaflandi aðgerða, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á greiðslubyrði lána um ófyrirséða framtíð. 

Samtökin gera sér fulla grein fyrir að fleira er verðtryggt en fjárskuldbindingar, svo sem lífeyrir, bætur úr ríkissjóði og skattleysismörk.  Vissulega þurfi að fara varlega í að rjúfa sumar slíkar tengingar með einu pennastriki, en ef tíminn til áramóta er nýttur vel, þá má örugglega finna farsæla lausn á þeim vanda.  Í því samhengi lýsa samtökin yfir eindregnum samstarfsvilja.

Hér mun aldrei ríkja þjóðarsátt um aðhaldsaðgerðir af neinu tagi nema að skuldsettar fjölskyldur sjái að staða þeirra batni við aðgerðir stjórnvalda í stað þess að versna.  Fólk verður að sjá ljós við enda ganganna.  

Mikilvæg aðgerð á þeirri vegferð er að grípa án tafar inn í verðlagstengingu lána.  Því fara samtökin þess á leit við Alþingi að frumvarp Framsóknarflokksins um breytingar á lögum nr. 38/2001 verði afgreitt hratt og vel.  Hagsmunasamtök heimilanna hvetja Alþingi til að senda þjóðinni skýr skilaboð um að það skilji áhyggjur þjóðarinnar og skuldbindi sig til aðgerða sem veiti henni von inn í framtíðina.

29. maí 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is


mbl.is Áherslan á heimilin og fyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Money as Debt 1-5


mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Noregur og AGS

Í grein í fréttabréfi norsku Attac-samtakanna segir frá launalækkun til opinberra starfsmanna í Úkraínu. Í fyrirsögninni er spurt af hverju Noregur styðji þessa launalækkun.

Á einni nóttu hafa laun opinberra starfsmanna í Úkraínu verið lækkuð um 20%. Þetta stafar af því að landið neyddist til að taka lán frá AGS, til að bregðast við hinni alvarlegu efnahagskreppu sem landið er í vegna fjármálahrunsins í heiminum.

Með í skilyrðum lánsins frá AGS var krafa um að lækka kostnað við hið opinbera, en í Úkraínu býr um fimmtungur íbúa við fátækt. Norska ríkisstjórnin hefur veitt 30 milljörðum norskra króna til AGS. Sjóðurinn getur lánað þessa peninga til landa sem lent hafa illa úti í efnahagskreppunni.

Á G20 fundinum í London í apríl lýstu G20 löndin því yfir að AGS myndi fá 750 milljarða dollara til ráðstöfunar. Þessir fjármunir hafa blásið nýju lífi í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem fyrir aðeins ári síðan var nærri gjaldþrota sjálfur. Gjaldþrotahættan stafaði af því að sjóðurinn hafði misst alla tiltrú landa sem áður höfðu verið „viðskiptavinir" sjóðsins. Meginástæðan fyrir því var að aðgerðir sjóðsins á meðan á Asíukreppunni í lok 10. áratugarins stóð leiddu til þess að kreppan varð bæði lengri og dýpri í mörgum þeirra landa sem tóku við lánum. Sjóðurinn hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir að hafa þá (eins og núna) stundað lánastefnu sem vann með kreppunni, dýpkaði hana, þannig að hann gerði kröfur um niðurskurð í opinberum rekstri, meðal annars í heilsu- og menntakerfi, og krafðist einkavæðingar og aukins frelsis fyrir fjármagn. Í framhaldi af þessu spyr norska Attac af hverju norsk fjárhagsaðstoð ætti að leiða til þess að laun úkraínskra opinberra starfsmanna séu lækkuð.

Fjármálaráðherra Norðmanna, Kristin Halvorsen, hefur oft sagt að AGS verði að snúa til baka til að sinna því hlutverki sem hann sinnti upphaflega, og að setja verði sjóðinn undir lýðræðislega stjórn. Ríkisstjórnin lýsti yfir í stjórnarsáttmálanum að SÞ skyldi efla, og að Noregur ætti að stuðla að því að alþjóðlegar fjármálastofnanir eins og AGS ættu að gefa löndum svigrúm, meðal annars til að efla velferðarþjónustu hins opinbera. Niðurskurður í opinbera kerfinu í Úkraínu er ekki eina dæmið. Greining Third World Network á kreppulánum sem AGS hefur veitt níu löndum, Georgíu, Úkraínu, Íslandi, Lettlandi, Pakistan, Serbíu, Hvíta-Rússlnadi og El Salvardor, frá september í fyrra til mars í ár, sýnir að AGS-lánunum fylgja enn á ný kröfur um að stýra fjármálum þannig að kreppan dýpkar („pro-cyklisk"), með strangri peninga- og fjármálastefnu, og niðurskurði á opinberum rekstri. Þetta þekkja Íslendingar vel, ráðgjöf sjóðsins í fjármálum með ofsaháum vöxtum er fáránleg og gerir ekkert annað en að dýpka kreppuna.

Þeir norsku fjármunir sem AGS hefur fengið ganga gegn ráðgjöf nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um ráðgjöf varðandi fjármálakreppuna, sem Joseph Siglitz leiðir. Nefndin, sem allsherjarþingið skipaði, óttast að aukin styrkur AGS muni leiða til þess að dýpka efnahagskreppuna. Nefndin telur að mannkynið þurfi annars konar lánastofnun, sem er lýðræðislegri og setji ekki skilyrði sem þvingi þau lönd sem fá lán til að reka kreppudýpkandi fjármálapólitík. Nefndin telur að betra sé í núverandi stöðu að afhenda féð svæðisbundnum þróunarbönkum, svo sem Chiang-Mai-aðgerðinni, þar sem svæðisbundnu bankarnir séu bæði lýðræðislegri og hafi meiri skilning á hvaða aðgerða sé þörf í hverju landi á þeirra svæði.

Auk þess telur nefndin að unnt sé að veita fjármagni til hjálpar með aðstoð Alþjóðabankans, sem hún telur að sé betur stjórnað og hafi heilbrigðari lánareglur en AGS. Nefndin telur að það væri nytsamlegt að hafa nokkrar stofnanir sem kreppuhrjáð lönd geta leitað til um lán, þannig að hægt sé að forðast stofnanir sem setja skilyrði fyrir lánum sem dýpka kreppur. Norska ríkisstjórnin rekur stefnu sem gengur gegn þessum ráðum nefndar Sameinuðu þjóðanna um kreppuráðstafanir, þótt stefna ríkisstjórnarinnar sé að styðja við Sameinuðu þjóðirnar á þessu sviði. Norska Attac-deildin spyr hvort norska ríkisstjórnin sé ósammála mati Stiglitz-nefndarinnar. Hvað finnist ríkisstjórninni og sérstaklega fjármálaráðherranum um að AGS haldi áfram að reka óásættanlega lánastefnu, nú einnig með norsku fé? Er réttlætanlegt að norskir peningar skuli nýttir til að þvinga fram niðurskurð í opinberum rekstri í löndum sem eru illa leikin af kreppunni og þar sem stórir hópar íbúanna lifa undir fátæktarmörkum, eins og í Úkraínu.

Þýðing: Árni Daníel Júlíusson


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi að feigðarósi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband