Noregur og AGS

Í grein í fréttabréfi norsku Attac-samtakanna segir frá launalækkun til opinberra starfsmanna í Úkraínu. Í fyrirsögninni er spurt af hverju Noregur styðji þessa launalækkun.

Á einni nóttu hafa laun opinberra starfsmanna í Úkraínu verið lækkuð um 20%. Þetta stafar af því að landið neyddist til að taka lán frá AGS, til að bregðast við hinni alvarlegu efnahagskreppu sem landið er í vegna fjármálahrunsins í heiminum.

Með í skilyrðum lánsins frá AGS var krafa um að lækka kostnað við hið opinbera, en í Úkraínu býr um fimmtungur íbúa við fátækt. Norska ríkisstjórnin hefur veitt 30 milljörðum norskra króna til AGS. Sjóðurinn getur lánað þessa peninga til landa sem lent hafa illa úti í efnahagskreppunni.

Á G20 fundinum í London í apríl lýstu G20 löndin því yfir að AGS myndi fá 750 milljarða dollara til ráðstöfunar. Þessir fjármunir hafa blásið nýju lífi í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem fyrir aðeins ári síðan var nærri gjaldþrota sjálfur. Gjaldþrotahættan stafaði af því að sjóðurinn hafði misst alla tiltrú landa sem áður höfðu verið „viðskiptavinir" sjóðsins. Meginástæðan fyrir því var að aðgerðir sjóðsins á meðan á Asíukreppunni í lok 10. áratugarins stóð leiddu til þess að kreppan varð bæði lengri og dýpri í mörgum þeirra landa sem tóku við lánum. Sjóðurinn hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir að hafa þá (eins og núna) stundað lánastefnu sem vann með kreppunni, dýpkaði hana, þannig að hann gerði kröfur um niðurskurð í opinberum rekstri, meðal annars í heilsu- og menntakerfi, og krafðist einkavæðingar og aukins frelsis fyrir fjármagn. Í framhaldi af þessu spyr norska Attac af hverju norsk fjárhagsaðstoð ætti að leiða til þess að laun úkraínskra opinberra starfsmanna séu lækkuð.

Fjármálaráðherra Norðmanna, Kristin Halvorsen, hefur oft sagt að AGS verði að snúa til baka til að sinna því hlutverki sem hann sinnti upphaflega, og að setja verði sjóðinn undir lýðræðislega stjórn. Ríkisstjórnin lýsti yfir í stjórnarsáttmálanum að SÞ skyldi efla, og að Noregur ætti að stuðla að því að alþjóðlegar fjármálastofnanir eins og AGS ættu að gefa löndum svigrúm, meðal annars til að efla velferðarþjónustu hins opinbera. Niðurskurður í opinbera kerfinu í Úkraínu er ekki eina dæmið. Greining Third World Network á kreppulánum sem AGS hefur veitt níu löndum, Georgíu, Úkraínu, Íslandi, Lettlandi, Pakistan, Serbíu, Hvíta-Rússlnadi og El Salvardor, frá september í fyrra til mars í ár, sýnir að AGS-lánunum fylgja enn á ný kröfur um að stýra fjármálum þannig að kreppan dýpkar („pro-cyklisk"), með strangri peninga- og fjármálastefnu, og niðurskurði á opinberum rekstri. Þetta þekkja Íslendingar vel, ráðgjöf sjóðsins í fjármálum með ofsaháum vöxtum er fáránleg og gerir ekkert annað en að dýpka kreppuna.

Þeir norsku fjármunir sem AGS hefur fengið ganga gegn ráðgjöf nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um ráðgjöf varðandi fjármálakreppuna, sem Joseph Siglitz leiðir. Nefndin, sem allsherjarþingið skipaði, óttast að aukin styrkur AGS muni leiða til þess að dýpka efnahagskreppuna. Nefndin telur að mannkynið þurfi annars konar lánastofnun, sem er lýðræðislegri og setji ekki skilyrði sem þvingi þau lönd sem fá lán til að reka kreppudýpkandi fjármálapólitík. Nefndin telur að betra sé í núverandi stöðu að afhenda féð svæðisbundnum þróunarbönkum, svo sem Chiang-Mai-aðgerðinni, þar sem svæðisbundnu bankarnir séu bæði lýðræðislegri og hafi meiri skilning á hvaða aðgerða sé þörf í hverju landi á þeirra svæði.

Auk þess telur nefndin að unnt sé að veita fjármagni til hjálpar með aðstoð Alþjóðabankans, sem hún telur að sé betur stjórnað og hafi heilbrigðari lánareglur en AGS. Nefndin telur að það væri nytsamlegt að hafa nokkrar stofnanir sem kreppuhrjáð lönd geta leitað til um lán, þannig að hægt sé að forðast stofnanir sem setja skilyrði fyrir lánum sem dýpka kreppur. Norska ríkisstjórnin rekur stefnu sem gengur gegn þessum ráðum nefndar Sameinuðu þjóðanna um kreppuráðstafanir, þótt stefna ríkisstjórnarinnar sé að styðja við Sameinuðu þjóðirnar á þessu sviði. Norska Attac-deildin spyr hvort norska ríkisstjórnin sé ósammála mati Stiglitz-nefndarinnar. Hvað finnist ríkisstjórninni og sérstaklega fjármálaráðherranum um að AGS haldi áfram að reka óásættanlega lánastefnu, nú einnig með norsku fé? Er réttlætanlegt að norskir peningar skuli nýttir til að þvinga fram niðurskurð í opinberum rekstri í löndum sem eru illa leikin af kreppunni og þar sem stórir hópar íbúanna lifa undir fátæktarmörkum, eins og í Úkraínu.

Þýðing: Árni Daníel Júlíusson


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er thad ad spillingarflokkurinn og framsókn eru glaepaflokkar sem eiga ekki ad koma nálaegt völdum.  En hvad er haegt ad segja um S og VG hvad vardar kvótakerfid?

Thad sem S og VG aetla ad gera vid glaepakerfid er 5% árleg fyrning!   Thetta ER HREINN GLAEPUR!   AD LOSA SIG EKKI VID THETTA GLAEPAKERFI STRAX SÝNIR AD S OG VG ERU NÁKVAEMLEGA JAFN SPILLTIR FLOKKAR OG SPILLINGARFLOKKURINN OG SPILLTA FRAMSÓKN HVAD VARDAR KVÓTAKERFID A.M.K.

Thessi ríkistjórn í ljósi ofannefnds á ekki skilid thann studning sem hún faer.  THAD SEM THARF AD GERA ER AD KASTA ÖLLU FÓLKI ÚT ÚR ALTHINGISHÚSINU SEM EKKI VILL AFNEMA KVÓTAKERFID STRAX OG SETJA INN FÓLK SEM BÚID AD FÁ NÓG AF SPILLINGUNNI. 

EINUNGIS KRÖFTUG GÖTUMÓTMAELI MED THÚSUNDUM THEGNA MUN KOMA THESSU Í GEGN.  NÝJAR KOSNINGAR STRAX!

Kakó (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband