Fundur um boðun greiðsluverkfalls

Það er mat stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna að horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar séu kolmyrkvar og að heimilin standi frammi fyrir umfangsmiklum þrengingum.

Því miður hefur ríkisstjórnin ákveðið að hunsa með öllu skynsamlegar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána sem hafa rokið upp úr öllu valdi á brostnum forsendum.  Í staðinn ætla stjórnvöld að þvinga fram ósæmandi skuldaviðurkenningu á umræddum okurlánum og innheimta þau af fullri hörku.  Slík framganga er riftun á gildandi samfélagssáttmála.


Afstaða stjórnvalda í málinu er með öllu óskiljanleg og ber öll þess merki að sérhagsmuni skuli taka fram yfir almenna.  Í því samhengi vekur sérstaka athygli að ekki skuli liggja fyrir tímasett áætlun um afnám verðtryggingar þegar formenn beggja stjórnarflokka eru yfirlýstir andstæðingar hennar.

Aðstæður eru nú með þeim hætti að ekki verður hjá því komist að grípa til nauðvarnar til að knýja fram tafarlausar úrbætur.  Þær aðferðir sem stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hyggst leggja í dóm félagsfundar eru:

  • Greiðsluverkfall; að afborgunum af lánum verði hætt, þær takmarkaðar eða dregnar í tiltekinn tíma
  • Að hvatt verði til uppsagna á kreditkortaviðskiptum og greiðsluþjónustu
  • Að hvatt verði til úttekta og flutnings á innistæðum
  • Að hvatt verði til sniðgöngu og neysla takmörkuð við brýnar nauðsynjar
  • Að meintir brotaaðilar sem vinna gegn velferð heimilanna verði auglýstir
  • Opinber mótmæli


Til fundarins verður boðað eins fljótt og auðið er.


6. júní 2009
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
www.heimilin.is


mbl.is Nærri 19 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott ad sjá ad fólk er tilbúid til thess ad standa saman gegn óréttlaetinu! 

Gott ad fólk hefur fengid nóg af theim fáránleika ad ekki gengur ad lifa edlilegu lífi á Íslandi, med fjölskyldu og húsnaedi í huga, thrátt fyrir miklar audlindir thjódarinnar.

Gott ad fólk er byrjad ad velta fyrir sér af hverju thetta er svona og er tilbúid ad berjast gegn thví óréttláta kerfi sem vinnur gegn heimilunum í landinu og thar med gegn fólkinu.  Hér aetti ad vera kerfi sem vinnur med heimilunum, kerfi sem allir graeda á nema kannski their rottuhalar sem dregid hafa thjódina nidur í svadid.

Thad tharf grundvöll sem haegt er ad byggja á.  Sá grundvöllur skapast ALDREI..ég endurtek

SÁ GRUNDVÖLLUR SKAPAST ALDREI EF THJÓDIN LOSAR SIG EKKI VID SITT THJÓDARBÖL:  KVÓTAKERFID

Allar adgerdir...sama hverjar eru...hafa engin áhrif til frambúdar ef ekki er rádist ad rót vandans.

AUDLINDIR SJÁVAR ERU SAMEIGN FÓLKSINS Í LANDINU.  THAER EIGA AD VERA Í HÖNDUM FÓLKSINS.

Gott (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband