Nýi Straumur?

Var bent á þennan texta úr Matteusarguðspjalli.  Þetta er áhugavert í ljósi umræðunnar um skuldir heimilanna sem stjórnvöld eru áfram um að innheimta að fullu þrátt fyrir miklar afskriftir milli gömlu og nýju bankanna.

Því að líkt er um himnaríki og konung, sem vildi láta þjóna sína gjöra skil. Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður, er skuldaði tíu þúsund talentur. Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá, að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt.' Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.

Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn, sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: ,Borga það, sem þú skuldar!' Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér.' En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi, uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: ,Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?' Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum, uns hann hefði goldið allt, sem hann skuldaði honum.

Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum."

http://www.snerpa.is/net/biblia/matteus.htm


mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Amen.

Var nokkuð talað um greiðsluaðlögun í guðspjallinu?

Sigurður Hreiðar, 9.3.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Skorrdal, ég geri ráð fyrir því að þú sért að beina orðum þínum til stjórnvalda.  Spyr þau að sama skapi hvort það sé einum of mikil bjartsýni að ætlast til þess að heimilin beri fulla ábyrgð á því hvernig stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa brugðist.

Þórður Björn Sigurðsson, 9.3.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Sigurður, víðsvegar er mikið um málin rætt en því miður minna gert.

Hér er áhugavert viðtal við hagfræðinginn Michael Hudson um þann vanda sem mörg þjóðfélög eiga við að etja - skuldsetningu umfram greiðslugetu. Hann hefur skýrar hugmyndir um lausnir og bendir á að 4000 ára gamalt hagkerfi gæti leyst þann vanda sem nútíma hagkerfi virðast standa ráðlaus frammi fyrir.

Þess utan má rifja upp nokkur orð:  

Á fimmtudögum þegar Kristur keyrir  
í Kátiljáknum upp að húsinum sem þeir kenna við Grím 
og klifrar upp turninn á nóinu og talar tungum tveim, um ráðherrastóla og fiskilím.  En Guð býr í gjaldheimtunni amma. 
Æ! Geymdu handa mér meyjarblómið amma.

Og í svartnættinu þegar Kristur kynnir 
sér í Kauphöllinni hvort gengið það verði fellt 
og menn segja: „Jú, jú.“ Og hann upp í Hjólbarðann
 að hamstra dekk til að geta geymt og selt. 
En Guð býr í gengishruni amma. 
Æ! Geymdu handa mér meyjarblómið amma.

- Megas

Þórður Björn Sigurðsson, 9.3.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband