Styrkir sjávarútvegsfyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins

„Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna. ... Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins."
- Úr attunda bindi skýrslu RNA: Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008

Í hádeginu í dag birti vefmiðillinn Eyjan frétt af umræðum á Alþingi í gær sem spunnust út frá hvatningu Þórs Saari til Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og útgerðarmanns af Snæfellsnesi, um að kalla inn varamann fyrir sig í umræðum um breytingar á kvótakerfinu.

Á bloggsíðu sinni skrifar Þór Saari um málið:

„Við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið í dag fannst mér tilefni til að gera athugasemd við það að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins Ásbjörn Óttarsson, tæki þátt í umræðunni þar sem hann er útgerðarmaður og kvótaeigandi og hefur þar af leiðandi beina persónulega fjárhagshagsmuni af því að frumvarpið fari ekki í gegn. Samkvæmt þingsköpum eru þingmenn aldrei vanhæfir nema í málum sem snúa beint að fjárveitingum til þeirra sjálfra og er Ásbjörn því ekki vanhæfur í þessu máli. Mér finnst samt ekki eðlilegt né við hæfi að menn taki þátt í umræðum þegar þeir hafa tengsl við þingmál með þessum hætti sem hann gerði."

Í ummælum við frétt Eyjunnar skrifar lesandi:

„Fyrirtæki Ásbjörns Óttarssonar ræður yfir aflaheimildum sem eru metnar á 800 milljónir. Þingmanninum ber auðvitað að gera nákvæma grein fyrir sínum hagsmunatengslum. Það á hann að gera á heimasíðu Alþingis og það hefði verið við hæfi að gera það við upphafi umræðunnar. Fjölskylda Ásbjörns vinnur við fyrirtækið þannig að afkoma fjölskyldunnar er algjörlega háð afkomu fyrirtækisins. Þetta er kristaltært. Ásbjörn er einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki vegna yfirgripsmikillar þekkingar sinnar."

Annar lesandi skrifar:

„Í umræðum um kvótakerfið er vert að skoða hvernig stórútgerðir styrkja stjórnmálaflokka, ef það er umtalsvert þurfa bjöllur að hringja."

 
Lög um fjármál stjórnmálasamtaka

Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna upplýsingar um fjármál stjórnmálasamtaka en samkvæmt gildandi lögum ber stjórnmálasamtökum og frambjóðendum að standa skil á gögnum til stofnunarinnar þar að lútandi.  Fram til ársins 2007 náðu engin lög yfir fjármál stjórnmálsamtaka og því er erfitt að átta sig á því hvernig málum var nákvæmlega háttað fyrir gildistöku laganna.  Fram til ársins 2007 gátu stjórnmálasamtök því tekið við eins miklum peningum og þau komust yfir frá hverjum sem er og það sem meira var, þá þurftu þau ekki heldur að upplýsa um hverjir stæðu fjárhagslega á bak við þau. 

Með gildistöku laganna árið 2007 voru sett takmörk á fjárhæð hvers og eins styrkveitenda á ársgrundvelli, 300 þúsund kr. Þá urðu flokkarnir einnig að birta nöfn allra lögaðila sem létu fé af hendi rakna til reksturs þeirra, þó ekki þyrfti að nafngreina þá einstaklinga sem gerðu slíkt hið sama. 

Lögunum hefur þrisvar sinnum verið breytt frá því þau voru sett.  Fyrst árið 2009 á grundvelli samkomulags milli allra stjórnmálasamtaka á Alþingi, auk Frjálslynda flokksins.  Breytingin sem gerð var snérist um upplýsingagjöf um öll framlög til flokkanna á árunum 2002 - 2006 sem væru metin á 200 þúsund kr. eða meira.  Ekki þurfti að nafngreina þá sem um ræddi.  Eins snérist breytingin um upplýsingagjöf um framlög í prófkjörum árin 2006 og 2007 sem metin voru hærri en 200 þúsund kr. án þess að krafa væri gerð um nafnbirtingu.  Í þriðja lagi var kveðið á um upplýsinggjöf varðandi framlög í formannskosningum flokkanna árin 2005 - 2009 sem metin voru á 200 þús kr. eða hærri.  Um þetta má lesa nánar í frumvarpinu.

Lögunum var svo aftur breytt árið 2010.  Þá var árleg hámarksfjárhæð einstaka styrkveitenda hækkuð um 100 þúsund kr., í 400 þúsund kr., og 200 þúsund kr. nafnleyndargólf sett á framlög einstaklinga.  Sem fyrr ber flokkkunum skylda til að nafngreina öll framlög lögaðila.  Í þriðja og síðasta sinn var lögunum svo breytt við stofnun innanríkisráðuneytisins en þá voru bara gerðar orðalagsbreytingar á lögunum sem ekki hafa áhrif á virkni þeirra. 

Ég hef bloggað um þessi mál áður og tel ríka ástæðu til að gera frekari breytingar á þessum lögum.  Ég vísa áhugasömum á bloggfærsluna „Af sambandi viðskipta og stjórnmála" frá 25. maí 2011.


Styrkir sjávarútvegsfyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins

Þegar þau gögn sem fyrirliggjandi eru á vef Ríkisendurskoðunar um styrki til Sjálfstæðisflokksins eru tekin til skoðunar kemur í ljós að styrkir til flokksins á árunum 2002 - 2006 eru sem hér segir:

2002

51.679.000

2003

72.029.000

2004

59.848.000

2005

42.645.000

2006

104.207.000

Samtals

330.408.000


Í skjalinu fyrir árin 2002 - 2006 koma nöfn styrkveitenda ekki fram, enda bar flokknum ekki lagaleg skylda til þess að birta nöfnin.  Hins vegar birtu flokkarnir nafngreindar upplýsingar um hæstu styrkina á árinu 2006 vegna þrýstings sem skapaðst í kjölfar þess að upp komst um risastyrki Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2006.  En í lok ársins 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljónum frá Landsbankanum og 25 milljónum frá FL Group rétt áður en 300 þúsund króna hámarksþakið varð virkt.

Þann 11.4.2009, í aðdraganda kosninga, birti mbl.is frétt undir fyrirsögninni:  „Fyrirtækin sem styrktu mörg í erfiðleikum".  Í fréttinni má sjá eftirfarandi lista yfir fyrirtæki sem styrktu Sjálfstæðisflokkinn á árinu 2006 um 1 milljón eða meira:

Exista

3.000.000

FL-Group

30.000.000

Glitnir banki

5.000.000

KB-banki

4.000.000

Landsbanki Íslands

5.000.000

Landsbanki Íslands

25.000.000

MP-Fjárfestingarbanki

2.000.000

Straumur-Burðarás

2.500.000

Tryggingamiðstöðin

2.000.000

Þorbjörn

2.400.000

 

Á þessum lista er eitt sjávarútvegsfyrirtæki, Þorbjörn í Grindavík, og er það skráð fyrir 2,4 milljón króna framlagi á árinu 2006.  Það eru algerlega ábyrgðarlausar getgátur en forvitnileg tilraun engu að síður að skoða skjalið um styrkina frá 2002 - 2006 með ofangreinda töflu til hliðsjónar til að spá fyrir um framlög einstaka styrkveitenda á árunum fyrir 2006.  Til dæmis er bara einn aðili sem er skráður fyrir 2,4 milljónum árið 2006.  Það er væntanlega Þorbjörn.  Má þá draga þá ályktun að Þorbjörn hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um 1,2 milljónir árið 2003, miðað við uppsetningu skjalsins? 

Styrkir til Sjálfstæðisflokksins 2002 - 2006 (hluti)

Öðru máli gegnir um gögn fyrir árin 2007, 2008 og 2009, eftir að þak var sett á hámarksframlög og flokkunum gert skylt að upplýsa um nöfn allra lögaðila sem styrkja þá.  Upp úr þeim gögnum hefur eftirfarandi tafla verið sett saman:

Framlög sjávarútvegsfyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins

     

Nafn styrkveitanda

2007

2008

2009

 

Auðbjörg ehf.

270.000

   

Bergur ehf.

50.000

   

Bergur-Huginn ehf.

300.000

   

Brim hf.

300.000

 

300.000

 

Bylgja VE 75 ehf.

50.000

   

Dala-Rafn ehf.

100.000

 

100.000

 

Eskja hf.

300.000

 

300.000

 

Fiskimið ehf.

  

300.000

 

Fiskmarkaður Íslands hf

  

300.000

 

Fiskvinnslan Íslandssaga hf.

150.000

   

Gjögur hf.

300.000

300.000

300.000

 

Guðmundur Runólfsson hf.

200.000

300.000

300.000

 

Gullberg ehf.

31.240

 

150.000

 

HB Grandi hf.

300.000

300.000

300.000

 

Hólshyrna ehf.

300.000

   

Hraðfrystihús Hellissands hf.

300.000

150.000

150.000

 

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf.

300.000

300.000

250.000

 

Huginn ehf.

50.000

 

100.000

 

Hvalur hf.,Hvalfirði

300.000

300.000

300.000

 

Icelandic Group

 

300.000

300.000

 

Ísfélag Vestmannaeyja hf.

300.000

300.000

200.000

 

Íslenska útflutningsmiðstöð hf.

50.000

   

Jóhannes S. Ólafsson ehf.

300.000

   

Knarrareyri ehf.

30.000

   

KG Fiskverkun ehf.

  

300.000

 

Lýsi hf.

300.000

 

300.000

 

Narfi ehf.

  

50.000

 

Ós ehf.

100.000

 

100.000

 

Pétursey ehf.

70.000

   

Rammi hf.

300.000

300.000

300.000

 

Saltver

 

100.000

  

Samherji hf.

300.000

300.000

300.000

 

Síldarvinnslan

300.000

 

300.000

 

Skinney - Þinganes

  

150.000

 

Soffanías Cecilsson hf.

300.000

 

200.000

 

Stálskip ehf.

250.000

 

300.000

 

Tor ehf.

  

150.000

 

Útgerðafélagið Frigg ehf.

300.000

   

Vinnslustöðin hf.

300.000

 

200.000

 

Vísir hf.

300.000

300.000

300.000

 

Þorbjörn hf.

300.000

300.000

300.000

 

Þórsnes ehf.

300.000

   

Ögurvík hf.

300.000

300.000

100.000

 

Samtals

8.001.240

3.850.000

7.000.000

18.851.240

Heildarframlög lögaðila

56.911.640

8.640.000

23.983.964

89.535.604

Framlög útvegsfyrirtækja / heildarframlög lögaðila

14%

45%

29%

21%

 

Heildarframlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 - 2009 voru tæpar 90 mkr.  Þar af voru framlög sjávarútvegsfyrirtækja tæpar 19 mkr., eða 21%.  Athygli vekur hversu hátt hlutfall framlög sjávarútvegsfyrirtækja eru af heildarframlögum lögaðila til flokksins á árinu 2008, milli tveggja þingkosninga, eða 45%. 

Ætla má að ekki hafi gilt öðru máli um sjávarútvegsfyrirtæki  en önnur fyrirtæki sem styrktu Sjálfstæðisflokkinn áður en hámarksþakið var sett árið 2007.  Styrkir sjávarútvegsfyrirtækja til flokksins hafi því verið mun hærri eins og styrkur Þorbjörns um 2,4 mkr. á árinu 2006 er til vitnis um.  Miðað við fyrirliggjandi gögn er þó ómögulegt að vita með vissu hve miklu fé Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið við frá sjávarútvegsfyrirtækjum áður en lögin um fjármál flokkana voru sett.  Ef tekið er mið af hlutfallinu sem styrkir sjávarútvegsfyrirtækja eru af heildarstyrkjum til flokksins á árunum 2007 - 2009, eða 14% - 45%, mætti áætla að upphæðin sem um ræðir fyrir árin 2002 - 2006 geti verið á bilinu 46 - 149 milljónir.  Ef stuðst er við 21% meðaltalið fyrir árin 2007 - 2009 verður niðurstaðan 69 milljónir fyrir árin 2002 - 2006.  

Í þessari yfirferð hefur ekki verið gerð grein fyrir framlögum sjávarútvegsfyrirtækja til einstaka sjálfstæðismanna í prófkjörsbaráttu.  Upplýsingar um þau framlög, sem við fljóta yfirferð virðast einnig umtalsverð, eru einnig að finna á vef Ríkisendurskoðunar.

--- --- --- --- ---

Færslan var leiðrétt þann 5.6.2011 kl. 11.30 vegna ábendingar í athugasemd um frétt sem ekki virtist lengur aðgengileg á vef mbl.is.  Bið ég mbl.is afsökunar á upphaflegri rangfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Eiríksson

Frábær pistill m mjög athyggliferðum upplýsingum ! þakk Þórður :-)

Grétar Eiríksson, 5.6.2011 kl. 02:32

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á þezzum tíma hafði gamli Landzbánkinn með velflezt afurðalánin að gera, & TM var & er í eigu útgerðanna...

Steingrímur Helgason, 5.6.2011 kl. 02:47

3 identicon

Takk ! Góð áminning, vonandi birtist þessi sami pistill fyrir næstu kosningar ? :)

Guðrún (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 04:41

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það væri fróðlegt að sjá lista yfir styrki til annara flokka líka -

þessi birting segir ekkert annað en að bloggari sé stuðningmaður helstjórnarinnar sem situr að völdum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.6.2011 kl. 05:52

5 identicon

Það er eilítið áhugavert að skoða líka styrki milli ára. Kosningaáríð 2007 er það í 8 millum, árið á eftir er upphæðin í 3,85 millum og svo aftur á kosningaárí 2009 rýkur það upp í 7 milljónir.

Við fljóta yfirferð þá virðist flokkurinn því vera í stöðugri áskrift af peningum frá stórum útgerðarfyrirtækjum en ganga svo í styrkjasöfnun meðal hinna þegar kemur að kosningum.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 10:21

6 identicon

Einföld leit að fyrirsögn Mbl.is fréttarinnar á Mbl.is fann hana um leið:

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/04/11/fyrirtaekin_sem_styrktu_morg_i_erfidleikum/

Friðrik (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 11:07

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæl öll og takk fyrir innlit og athugasemdir.  Ég hef nú leiðrétt færsluna sbr. ábendingu Friðriks. 

Þórður Björn Sigurðsson, 5.6.2011 kl. 11:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa samantekt Þórður.  Það er augljóst af hverju sjálfstæðismenn garga sig hása á alþingi þessa dagana út af kvótafrumvarpi, þeir eru að hugsa um fjáröflunina sína.  En Samfylkingin þegir þunnu hljóði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 12:20

9 Smámynd: Grétar Eiríksson

@ólafur já mjög athyggli vert væri að sjá aðra:-)

 en ég tel mig hafa þokkalegar heimildir fyrir að maðurinn er ekk heit-trúa stuðningasmaður "helstjórnarinnar" enda sambærileg rassgöt og sáttu í Stel-stjórnum Davíðs !

Grétar Eiríksson, 5.6.2011 kl. 12:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég hef grun um að við fylgjumst að í pólitíkinni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 12:32

11 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Sjálfgræðgisflokkurinn steinliggur með hælkrók og hnykk. Mögnuð og flott samantekt hjá þér Þórður. Það væri nú munur ef einhver blaðamaður hefði þó ekki nema brotabrot af getu og vilja til að taka svona saman.

Baldvin Björgvinsson, 5.6.2011 kl. 12:38

12 identicon

Ég setti vísun í þetta á Fésbókina þar sem ég fékk áhugaverðan punkt. Einn benti þar á að þetta segir aðeins hálfa sögunna því inn í þetta vantar styrki frá fyrirtækjum sem kvótagreifar hafa ítök í eða eiga.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 13:31

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Ingi. Helstjórnin svonefnd var rekin út úr stjórnarráðinu í upphafi árs 2009. Hefurðu verið sambandslaus síðan?

Núna höfum við vinstri stjórn svonefnda. Hún er ósköp lítils virði og sýnist ekki líkleg til annars en að selja fullveldi þjóðarinnar fyrir vinnu handa kratakrökkum í útlöndum.

Þeir ætla að verða þjóðinni dýrir þessir blessaðir krakkar kratanna.

Árni Gunnarsson, 5.6.2011 kl. 14:35

14 identicon

Frábært framtak hjá þér Þórður Björn. Og bráðnauðsynlegt innlegg í mikilvægustu stjórnmálaumræðu þjóðarinnar í seinni tíð. Breitingu kvótakerfissins.

Nú vantar að taka hina flokkana út með upplýsingum á sama máta. Þar er sannarlega ekki heldur alt sem sýnist.

En þjóðin á sannarlega fullan rétt á því að fá fram allar upplýsingar um spillingu og tengsl allra þingmanna og ráðherra við kvótann og hina fámennu klíku sem einokar auðlindina.

Því sannarlega eru menn á alþingi mis hæfir til að gæta hagsmuna almennings í málinu.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 14:57

15 identicon

Flott framtak. Er annars engin möguleiki á RSS feedi frá moggabloggurum?

Thor K (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:42

16 identicon

... blog.is-bloggurum öllu heldur

Thor K (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:45

17 identicon

Gott!  Og þá vantar bara samantekt styrkjum hinna 4flokkana 2002-2008

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 22:06

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

@Thor: RSS linkur: http://tbs.blog.is/rss/tbs.xml

Baldvin Jónsson, 5.6.2011 kl. 22:30

19 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Áhugaverð líka þessi sífellda umræða um "vanhæfi" þingmanna í alls kyns málum vegna augljósra hagsmunatengsla.

Í stærri þjóðfélgum nægir oftast að hagsmunaárekstrar séu "meintir"(þ.e. að viðkomandi  kunni e.t.v. að eiga hagsmuna að gæta vegna tengsla)  til að vanhæfi sé dæmt.  

Á Íslandi er oft siglt í gegnum vanhæfið á "allir þekkja hvort sem er alla" möntrunni og ef til vill "nornaveiðar" upphrópunum.

Það væri t.d. algjörlega út í hött að þingmenn sem reka sjálfir fyrirtæki sem á hagsmuni að gæta af eða á, og hefur auk þess vafasama fortíð í almennum bókhaldslögum um arðgreiðslu, geti yfir höfuð haldið höfði á þingi sem fjallar um þessi mál í neinu öðru landi á byggðu vestrænu bóli. 

Í fréttum í kvöld var sorgleg upprifjun frá 1989, þegar Halldór Ásgrímsson talaði fyrir bölsótans kvótakerfinu, mest í sína og sinna þágu!  Um það þarf ekki að fjölyrða neitt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.6.2011 kl. 00:52

20 identicon

Þakka þér stórgóðan og fræðandi pistil Þórður Björn. Það er greinilegt að við,  borgararnir - munum eiga stærsta þáttinn í að svipta hulunni af hrikalegri spillingunni. Það er líka greinilegt - að "hagsmunaaðilar" vilja helst af öllu að Rannsóknarskýrsla alþingis verði gleymd og grafin!

elkris (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 12:20

21 identicon

Takk fyrir linkinn Baldvin, þá þarf ég ekki að bíða eftir að einhver linki í Þórð á facebook.

Thor K (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband