Ráðherra í mótsögn við sjálfan sig

Fjármálaráðherra er í mótsögn við eigin skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna.  Í skýrslunni segir:

„Í upprunalegum áætlunum um endurreisn bankanna var gert ráð fyrir að meginverkefni fjármálaráðuneytisins yrði að leggja nýju bönkunum til eigið fé að loknu uppgjöri milli nýrra og gamalla banka.  Eftir því sem tíminn leið frá falli bankanna fór óánægja kröfuhafa gömlu bankanna, ekki síst þeirra erlendu, vaxandi.  Sjónarmið þeirra var að lagt væri upp með áætlun sem væri einhliða, ekki væri gætt sjónarmiða þeirra og því yrðu þeir óhjákvæmilega að leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöldum.  Þrátt fyrir að þetta sjónarmið væri ekki réttmætt var orðið ljóst í ársbyrjun 2009 að gera yrði breytingar á upprunalegum áætlunum um endurreisn bankanna.  Með þetta í huga ákvað ríkisstjórnin í febrúar 2009 að koma á formlegum samningaviðræðum milli nýju bankanna og ríkisins sem eiganda annars vegar og skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna hins vegar."

Á Alþingi í morgun beindi Bjarni Benediktsson óundirbúinni fyrirspurn til ráðherra um skýrsluna.  Í svari ráðherra sagði meðal annars:

„Það er mikill ábyrgðarhlutur af hálfu þingmanna að reyna að halda því fram við almenning sem berst við þungar skuldir að eitthvað hafi verið hægt sem ekki var hægt.  Það er augljóst mál að gjörningurinn varð að standast, annað hvort á grundvelli samkomulags eða að standast fyrir dómi og það er ekki hægt að færa með stjórnvaldsákvörðunum eignir undan búum, það myndi aldrei halda vatni fyrir dómstólum."

Fyrst sjónarmið kröfuhafa var ekki réttmætt, hvers vegna halda stjórnvaldsákvarðanir þær sem um ræðir þá ekki vatni fyrir dómstólum?


mbl.is Upp úr sauð á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem steingrímur júdas tíkarsonar er helvitis baster og föðurlandssvikari nr 1  , honum er alveg sama að afhenda landið og þjóðina með til útlendinga , bara til að halda viðað sleikja lesbiska kellinginn ,jóa klóa.

ég segi ekki meir

Þráinn Fábjáni (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:02

2 identicon

Seingrímur Hringsnari er kominn á endastöð. Það hefur bara enginn viljað vekja hann og segja honum það.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband