Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Indefence: Mætum öll á Bessastaði á morgun

Laugardaginn 2. janúar næstkomandi, kl. 11, mun Indefence hópurinn afhenda forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftir fólks sem skorað hefur á hann að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Enn eru Íslendingar að skrá sig í þessa áskorun á vefslóðinni: http://www.indefence.is sem verður opin fram að undirskrift Ólafs Ragnars Grímssonar. 

Við í hópnum erum nú að leggja drög að skipulagningu þessa fundar og köllum eftir fólki sem er tilbúið til þess að taka þátt í afhendingu undirskriftanna. Tekið skal fram að um er að ræða virðulega athöfn, ekki mótmæli. Þetta á að vera söguleg stund fyrir alla fjölskylduna sem seinna verður líklega fjallað um í sögubókum.

Byrjað verður á því að hlýða á kór " InDefence " undir stjórn Egils Ólafssonar þar sem fundargestir taka undir. Að því búnu mun almenningur á svæðinu tendra rauð neyðarblys sem ákall til alþjóðasamfélagsins um að Íslendingar séu að ganga að nauðarsamningum sem þjóðin vill fá að taka afstöðu til. 

Lykilatriðið nú er að þeir sem við getum treyst að muni taka þátt í þessari athöfn láti skipuleggjendur vita í netfangið olaf@simnet.is. Best væri ef hver og einn komi með bíl fullan af fólki og tveimur rauðum blysum á mann. Ath, bara rauð blys og enga skotelda.  Búið er að kaupa 300 blys og hjáparsveitirnar segjast eiga nóg til að selja okkur á morgun eða laugardagsmorgun. 

Við skulum leggja áherslu á að þetta séu ekki mótmæli heldur fjölskyldufundur sem krakkarnir hafi gaman af að vera á. Frábær útivist fyrir fjölskylduna. (mörghundruð blys , mjög áhrifamikið). Einnig skulum við leggja áherslu á virðulega framkomu. Afhendingin verður auglýst opinberlega og þjóðin hvött til þátttöku. 

Bestu kveðjur, 
f.h. Indefence, 
Ólafur Elíasson, píanóleikari


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband