Leiðréttingartillögur HH: skref í átt til afnáms verðtryggingar

Aðgerð #2:     Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum (framkvæmt samtímis aðgerð #3)
Lýsing:
Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Aðgerð #3:    Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum (framkvæmt samtímis aðgerð #2)
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Nánar hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/about/tilloegur-samtakanna


mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og áfram bíðum við eftir aðgerðum frá stjórnvöldum.... en ekkert gerist. Maður fer bráðum að pakka saman og flytja eitthvað annað. Þetta er orðið svo ömurlegt og niðurdrepandi. Ekki ætla ég að borga Icesave skuldir Landsbanka manna. Það kemur ekki til greina.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Gott innlegg í Kastljós. Flott að benda á afskiptaleysi ASÍ og sýna fram á samhengið í þessu máli málanna.

----------

Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum:
Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:

  • Stofna nýjan reikning eða sparisjóðsbók. Við mælum með að hafa engan yfirdráttarmöguleika.
  • Það er alveg sama hvort þetta er í viðskiptabankanum þínum eða einhverjum öðrum banka.
  • Svo er hringt í launagreiðandann og sagt frá því að launin eigi að leggjast inn á þennan nýja reikning.
  • Þetta þarf líklega að gerast í fyrir miðjan mánuðinn svo það sé öruggt að þetta gerist fyrir mánaðamótin.


Þú hættir semsagt að nota gamla reikninginn sem hefur skuldfærsluna á, og bíður róleg(ur) eftir því hvað ríkisstjórnin gerir varðandi "skjaldborg um heimilin í landinu". 

Eðlilegast af öllu er að láta mat fyrir fjölskylduna ganga fyrir. Fyrst nauðsynjar, síðan skuldgreiðslur. 

Margrét Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband