Víkjandi stöðugleiki?

Í dag var upplýst að Orkuveita Reykjavíkur fær ekki afgreitt lán til virkjanaframkvæmda á Hellisheiði, en orkuna átti að selja til reksturs álvers í Helguvík.  Að sögn stjórnarformanns Orkuveitunnar gæti þetta haft áhrif á stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og hagvöxt hér á landi, en í sáttmálanum hafi verið gert ráð fyrir því að framkvæmdir við Helguvík hæfust af fullum krafti.  Þetta kom fram hjá RÚV.

02-07-09

Í gær var gefið í skyn að til stæði að hækka stýrivexti.  Það væri í mótsögn við stöðugleikasáttmálann en 10. liður hljóðar svo:

„Aðilar vinnumarkaðarins treysta því að með þessum stöðugleikasáttmála skapist forsendur fyrir því að stýrivextir Seðlabanka Íslands lækki í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember 2009 og að þeir og aðrir vextir bankans fari síðan áfram lækkandi. Aðilarnir leggja einnig áherslu á að til að örva hagkerfið, efla atvinnulífið og bæta stöðu heimilanna sé nauðsynlegt að vextir lækki hratt á næstu mánuðum og að vaxtamunur við útlönd verði ásættanlegur.“

(Feitletrun ÞBS)


mbl.is Hverahlíðarvirkjun frestast vegna óvissu í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband