AGS og neyðarlánin

Fengið að láni héðan: www.attac.is // Þýðing: Bjarni Guðbjörnsson 
---
Vegna fjármálakreppunnar sem skall á í haust settu Sameinuðu þjóðirnar á fót sérfræðinganefnd undir forustu Joseph Stiglitz til að grafast fyrir um orsakir kreppunnar, áhrif hennar um heim allan, og koma með tillögur að aðgerðum til að koma í veg fyrir að álíka atburðir endurtaki sig og til að koma á ný á efnahagslegum stöðugleika. Eftirfarandi álitsgerð sendi Third World Network  nefndinni 11. mars 2009 og undirstrikar þar tvíeðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS): annars vegar hvetja opinberir talsmenn Sjóðsins lönd heims til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að örva efnahagslífið og svo þegar kreppuþjáð lönd leita ásjár hjá Sjóðnum er þeim beint inn á þveröfuga braut, braut samdráttar.
--- 
Fjármálakreppulán AGS: engar breytingar á skilyrðunum.

Mikill samdráttur var í lánastarfsemi AGS á síðustu árum þar til hin alþjóðlega fjármálakreppa vakti hana að nýju. 20 ríkja hópurinn (G20) treysti AGS í sessi með því að gera hann að lykillánastofnun þeirra ríkja sem lenda illa í kreppunni og þurfa á aðstoð að halda til að styðja við greiðslujöfnuðinn. Því hefur lánageta AGS verið aukin til muna og nú eru útistandandi lán hans 47.9 milljarðar dollara.

Frá því í september 2008 til þessa dags hefur AGS samið um Viðbúnaðarlán (Stand-by Arrangement (SBA)) við níu lönd: Georgíu, Úkraínu, Ísland, Lettland, Pakistan, Serbíu, Hvíta-Rússland (Belarus) og El Salvador. Önnur lönd sem munu líklega í nánustu framtíð semja um lán eru Tyrkland og Rúmenía, og alveg nýlega fór Sri Lanka fram á 1.9 milljarð dollara að láni. Viðbúnaðarfjármögnunin (SBA) er frá 523 milljónum dollara fyrir Serbíu, lægsta upphæðin, til 16.4 milljarða dollara til Úkraínu, sem er hæst og er eitt hæsta lán í allri sögu AGS. Sjóðurinn væntir þess að innan skamms standi ný aðildalönd í röðum eftir ólíkum lánum frá sjóðnum og reynir því í örvæntingu að tvöfalda útlánagetu sínu í 500 milljarða dollara með því að opna neyðarlánalínur og biðja lönd sem eiga gjaldeyrissjóði um að leggja þeim lið.

Taflan hér á eftir dregur saman stjórnmálalega ráðgjöf AGS og skilyrðin hvað varðar efnahagsstefnu, stefnu í peninga- og gengismálum, og fjárlögum (financial sector), sótt beint í opinber lánagögn AGS fyrir þessi níu lönd. Þetta bráðabirgðamat, sem er þáttur í yfirstandandi rannsókn TWN á lánum AGS vegna fjármálakreppunnar, sýnir að efnahags- og peningastefna Sjóðsins er jafn aðhaldssöm og ströng og hún hefur verið á undanförnum árum. Áfram heldur AGS að byggja lánaáætlun sína á grunni aðhaldsamrar efnahagsmála- og peningastefnu, og setja á oddinn ströng verðbólgumarkmið, í öllum níu löndunum.

Efnahagsstefna AGS miðar að því að draga úr fjárlagahallanum með því að takmarka opinber útgjöld, og opinberir starfsmenn, þeir fátæku og atvinnulausu beri byrðarnar. Dæmi um þessa aðhaldsömu efnahagsstefnu eru sem hér segir:

  • Í Pakistan leggur Sjóðurinn til að lækka fjárlagahallann úr 7.4% af VLF í 4.4% með því að hætta niðurgreiðslu á orku í áföngum, hækka rafmagnsverð um 18% og eyða öllum skattafrádrætti.
  • Í Ungverjalandi vill AGS minnka fjárlagahallann úr 3.4% af VLF í 2.5% með fjárlagaáætlun sem frystir laun opinberra starfsmanna, setur þak á lífeyrisgreiðslur og slá félagslegum hlunnindum á frest.
  • Í Úkraínu er markmiðið sett á engan fjárlagahalla sem bindandi skilyrði fyrir lánasamkomulagi. Sparnaður hins opinbera á að verða til með frystingu á launa- og lífeyrisgreiðslum hins opinbera, og öðrum félagslegum jöfnunaraðgerðum (social transfers), fresta hækkunum á lágmarkslaunum í minnst tvö ár og hætta við skattalækkun sem fyrirhuguð var fjárlagaárið 2009.


Á sama tíma og framkvæmdastjóri AGS, Dominique Strauss-Kahn, og aðrir háttsettir talsmenn Sjóðsins hvetja lönd sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu sem styður við heildareftirspurnina og eykur neysluna, þá ganga skilyrðin sem AGS setur í lánaskilyrði sín þvert á þessar yfirlýsingar. Til dæmis er því lýst yfir í samningnum um 532 milljón dollara Viðbúnaðarlán til Serbíus að “.. ekkert svigrúm sé til að slaka á í efnahagsmálum til að vinna gegn hagsveiflunni (samdrættinum). Öll frávik frá aðhaldssamri efnahagsstefnu gætu teflt í tvísýnu trúverðugleika stefnunnar í augum erlendra fjárfesta og sebísks almennings.”[IMF, “Republic of Serbia: Request for Stand-by Arrangement,” January 23, 2009.]

Í viðtali í desember 2008 sagði Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur AGS: „Það sem við þurfum nú er ekki aðeins efnahagsleg hvatning (fiscal stimulus) heldur skuldbinding frá stjórnvöldum um að allar ákvarðanir þeirra sneiði hjá því að endurtaka það sem gerðist í Kreppunni miklu“.[IMF, IMF Spells Out Need for Global Fiscal Stimulus,” IMF Survey online, December 29, 2008.] Enn fremur lýsti Strauss-Kahn því yfir á 44. ráðstefnu Seðlabanka Suðaustur Así í Malasíu að nú væri „breið samstaða um efnahagslega hvata (fiscal stimulus) til að örva hagvöxtinn.“[IMF, “Statement by the IMF Managing Director Dominique Strauss-Kahn at the Conclusion of his Visit to Malaysia,” Press Release No. 09/29, February 7, 2009.] Samt, eins og fram kemur í eftirfarandi töflu, er öllum níu löndunum sem þiggja lán stefnt í þveröfuga átt með því að skera niður opinber útgjöld, aðhaldssöm fjárlög (fiscal consolidation plan), skera niður laun opinberra starfsmanna, og hætta allri niðurgreiðslu í áföngum. Á meðan markmið þessarar lánastefnu AGS er að efla gjaldeyrissjóðina og takast á við opinberu skuldirnar, þá er hvergi fjallað um það með skýrum hætti né gerð greining á efnahagslegum og félagslegum áhrifum þessarar samdráttarstefnu á hagkerfi (efnahagslíf) sem þegar glímir við mikinn samdrátt.

Þar sem AGS styður félagslegt öryggisnet og félagslega aðstoð í sumum lánasamningunum er mikilvægt að hafa í huga að í löndum eins og Pakistan nemur heildaraukningin í útgjöldum til félagsmála 0.3% af VLF á meðan niðurskurðurinn á opinberum útgjöldum nemur 3.2% af VLF. Þannig getur AGS staðhæft með réttu að útgjöld til félagslega öryggisnetsins tvöfaldist í Pakistan, fari úr 0.3% í 0.6% af VLF, en það fellur í skuggann af niðurskurðinum á fjárlagahallanum sem AGS krefst, úr 7.4% í 4.2%. Þessum niðurskurði fjárlagahallans á að ná með „ efnahagsstefnu“ eins og AGS kallar það, sem felur í sér: a) 18% hækkun á rafmagni, b) að hætta niðurgreiðslum í áföngum, c) niðurskurði á útgjöldum ríkisins, d) afnámi allra undanþága í Almenna söluskattskerfinu og upptöku nýrra laga um Virðisaukaskatt, meðal annarra atriða. Á meðan áhrifin af útgjaldaaukningu til félagsmála eru jákvæð fyrir þjóðarhagkerfið, þá munu neikvæðar afleiðingar af aðhaldssamri efnahagsstefnu á tímum efnahagslegs samdráttar grafa undan jákvæðu heildaráhrifunum af útgjaldaaukningunni til félagsmála.

Peningastefna AGS miðar að því að draga úr verðbólgu með markmiðssetningu í verðbólgu- og peningamálum. Samkvæmt AGS skal lægri verðbólgu aðallega náð með hækkun stýrivaxta. Dæmi um aðhaldsama efnahagsstefnu í nokkrum löndum eru eftirfarandi:

  • Í Lettlandi hvetur AGS til 600 punkta stýrivaxtahækkunar 2008. Samkvæmt AGS skal draga úr launa- og verðbólgu með því að draga úr eftirspurn innanlands.
  • Á Íslandi voru stýrirvextirnir hækkaðir um 600 punkta, í 18%, í október 2008. AGS lýsti því yfir að aðhaldssöm peningastefnna á Íslandi myndi hjálpa til við að koma á stöðugleika krónunnar.
  • Pakistan var ráðlagt að hækka sína vexti um 200 punkta, í 15%, með þeim fyrirvara að öllum viðbótarhækkunum sem taldar verða nauðsynlegar verði mætt. Einnig ráðlagði AGS að koma upp „vaxtagangi“ til varnar alþjóðlegum varasjóðum (international reserves) og sem gerir fjármögnun stjórnarinnar heima fyrir mögulega með útgáfu ríkisskuldabréfa.


Á undanförnum mánuðum hafa G7 löndin þrýst á og hvatt til, ásamt framkvæmdastjóra AGS, að Sjóðurinn auki lán sín til kreppuþjáðra landa og lánageta hans verði aukin. Það yrði að okkar mati reginmistök við yfirstandandi kreppuástand. Heimildirnar um lánaskilyrði og pólitíska ráðgjöf sem fylgja núverandi lánum sýna að hefðbundið og mótsagnakennt eðli í fjármála- og peningastefnu AGS hefur ekkert breyst. Auknar fjárveitingar til AGS gæfi sjóðnum tækifæri til að aga kreppuþjáð lönd á rangan hátt, gera kreppuna erfiðari fyrir þau.

Helsta ráðlegging Third Worl Network er að við núverandi aðstæður samdráttar um allan heim og uppnáms á lánamörkuðum, þar sem þróuðu löndin fylgja þjóðhagsstefnu (macroeconomic policy) til að vinna gegn samdrættinum (countercyclical), þá ætti AGS ekki að ráðleggja þróunarlöndum og nýmarkaðssvæðum sem taka lán hjá honum að beita aðhaldsemi í fjármála- og peningamálum sem auka á vandamálin (procyclical). Sérsaklega í ljósi þess að fjármálakreppan í dag á að hluta rætur að rekja til þjóðhagsstefnu sem ýtti undir hagsveiflurnar (procyclical), og því ætti Sjóðurinn ekki nú að skrifa upp á þær sem lausn, rétt eins og hann hefði ekki átt að mæla með mótsagnakenndri stefnu þegar fjármálakreppan gekk yfir Asíu 1997-98.

Aðrar helstu ráðleggingar okkar eru að AGS ætti ekki að vera helsti og ráðandi miðillinn við að útdeila fjáhagslegri aðstoð við kreppuþjáð lönd. Annars konar fyrirkomulag, svæðisbundið eða þjóðlegt, eins og Chiang Mai frumkvæðið í Austur Asíu, og Suður-bankinn í Rómönsku Ameríku, ætti að efla og nota svæðisbundið eða alþjóðlega eins og kostur er. Fleiri aðgerðir koma til greina eins og til dæmis gerðardómur til að taka á erlendum skuldum þróunarlandanna en byrðarnar af þeim vaxa jafnt og þétt.

Vegna hinnar innbyggðu slagsíðu, að styðja við hagsveifluna, hjá AGS sem lánveitanda til þrautavarar ætti G20 ekki að fylla á sjóði AGS og ekki löghelga AGS í hlutverki helsta kreppulánaveitandans. Frekar ættu G20-löndin að leggja áherslu á að viðhalda aðstoð og fjármagnsflæði, sérstaklega frá G8-löndunum sem lánveitendum, samtímis því að efla getu svæðisbundinna lánasamninga fyrir þróunarlöndin.


mbl.is Gerði ekki kröfu um greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þennan upplýsandi pistil!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 01:19

2 identicon

Afsakið. Ég sofnaði.

góða konan (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband