Í okkar hendur - áskorun til forseta Íslands vegna Icesave samningana

,,Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson.

Undirrituð skora á yður - ef til þess kemur - að synja
staðfestingar* lagafrumvarpi um fjárhagslega ábyrgð íslenska ríkisins vegna svonefndra Icesave-samninga við hollensk og bresk stjórnvöld.

Ríkisábyrgð vegna samninganna getur raskað lífi þjóðarinnar stórkostlega um mörg ókomin ár. Að hafna ábyrgðinni getur á sama hátt orðið afdrifaríkt. Ábyrgðin og byrðarnar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum tilvikum. Því er rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirkomulag er ekki aðeins réttmætt og sanngjarnt heldur einnig nauðsynlegt til að ná sæmilegri sátt um þá leið sem farin verður. Herra forseti, við viljum málið í okkar hendur.”
 Hægt er að skrifa undir hér: http://kjosa.is/
mbl.is Icesave erfitt í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst bara að forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson eigi að hafna því að skrifa undir þessi lög. Það er miklu brýnna en fjölmiðlalögin á sínum tíma. En þetta er flott grein hjá þér.

Takk fyrir flott framtak.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:20

2 identicon

Rollo (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband