Skúbb eða slúður?

Hvort svo sem heldur er get ég ekki annað en birt það sem mér barst nýlega:

,,10 milljarða fasteiganveðlán hvílir á TR, Tónlistar- og ráðstefnuhöllinni í Reykjavík.

Nú er reynt að afla 14.5 milljarða viðbótarláns í þeirri veiku von að það dugi til að ljúka framkvæmd, sem tvöfaldast hefur að áætluðum kostnaði á tveimur árum. Málefnið er allt í óreiðurugli, sem kunnugt er.

Nú liggur fyrir að stjórnvöld hafa fengið því framgegnt að umrætt 10 milljarða áhvílandi fasteignaveðlán á TR verður afskrifað af þeim þremur bönkum, sem í hlut eiga. Þetta er ekki fasteignaveðlán af íbúðarhúsnæði í eigu aumingja. Þetta er fasteignaveðlán af opinberri stórframkvæmd !

Mikla leynd er reynt að skapa um þennan afskirftargjörning, sem samkv. opinberri formúlu er algerlega löglaus,glæpsamlegur !

Leyndin stafar af því að opinberlega er talið að ógerningur sé að afskrifa fasteignaveðlán
bundið í fasteign í eigu burðgs eiganda, sem í TR tilvikinu eru ríki og borg. Ef slíkt verður
gert opinbert munu aðrir skuldarar fasteigna veðlána,t.d.íbúðaveðlána, reka upp rammakvein !

Eða hvað ?"


mbl.is Tónlistarhús 650 millj dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hefðum aldrei átt að fara út í þessa stór framkvæmd. Þ.e. tónlistar og ráðstefnu húsið. Þetta er bara rugl. Mér finnst að við ættum að minnsta kosti að koma húsinu í stand og fresta svo framkvæmdum þangað til að betur árar hjá okkur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband