Ömurleg skilaboð

Fram hefur komið að í skjóli gengis- og verðtryggingar (lesist okurvaxta) hækka skuldir heimilanna um 1 milljarð á dag.

Atvinnulífið er að brenna inni sömuleiðis.  Hversu lengi höfum við efni á að bíða?

ESB málið er einfalt: Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður þann 17. júní 2009.  Spurt verður:  Eiga stjórnvöld að hefja aðildarviðræður við ESB?  Já eða Nei?

Svo líst mér alltaf betur og betur á hugmyndina um þjóðstjórn.  Og enga þingmenn sem ráðherra takk.


mbl.is Engin tímamörk á viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég meina við erum alltaf að kvarta og kveina um allt og yfir öllu. Málið er bara að það er ekkert gert! Það er alveg sama hvað talað er og rætt, það er aldrei neitt gert. Þetta er ömurlegt.

Tími aðgerða er runinnn upp. Það er komið nóg af tuði og rugli. Það er mitt mat og margra annara.

Við þurfum að ganga í ESB til að allt fari að snúast okkur í hag hér á landi. Það er málið.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

17. júní væri góður dagur í slíkt. Við ættum alltaf að kjósa um eitthvað á 17. júní.

Samkvæmt skoðanakönnunum er þjóðin á móti því að sækja um aðild að ESB og hefur verið frá áramótum. Bara svona til að halda því til haga.

Héðinn Björnsson, 28.4.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband