Rússíbanareiđ heimila međ gengistryggđ íbúđalán

Núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – grćns frambođs var mynduđ m.a. til ađ hrinda í framkvćmd brýnum og mikilvćgum ađgerđum, einkum í ţágu heimila og atvinnulífs (sjá nánar á www.island.is).  Forsćtisráđherra hefur einnig lýst ítrekađ yfir ađ fyrirhugađ sé ađ leysa vanda heimila sem eru međ íţyngjandi gengistryggđ íbúđalán. Ţessi heimili hafa nú ţurft ađ búa viđ stöđuga óvissu, ef ekki fullkomna angist, í allt ađ tvö ár frá ţví krónan tók fyrst ađ veikjast. Vert er ađ benda öllum sem fjalla um máliđ opinberlega á ađ höfuđstóll erlendra lána hefur hćkkađ um allt ađ 150% frá ţví á miđju ári 2007. Ćtla má ađ slík hćkkun á höfuđstóli og afborgunum íbúđalána hafi haft í för međ sér hćkkandi blóđţrýsting,  áhyggjur og svefnleysi ţeirra sem tóku slík lán. Ţeir sem ţađ gerđu, gerđu ţađ ţó í góđri trú á efnahagsstjórn landsins og í trausti til fjármálastofnana ţeirra sem lánin voru tekin hjá og bera enga ábyrgđ á stöđu krónunnar í dag.

  

Hagsmunasamtök heimilanna skora á núverandi ríkisstjórn ađ láta verkin tala međ ţví ađ taka nú ţegar á ţessum bráđavanda heimilanna međ raunhćfri leiđréttingu áđur en lánin losna úr frystingu nú međ vorinu. Einnig eru stjórnvöld og heimilin í landinu hvött til ađ láta ekki blekkjast af gyllitilbođum og bráđabirgđalausnum fjármálastofnana.

 

Greiđslujöfnunarleiđ bankanna áhćttusöm og íţyngjandi fyrir heimilin

 

Haraldur Líndal Haraldsson hagfrćđingur skrifar ágćtis grein um vanda gengis- eđa verđtryggđra lána í Fréttablađiđ ţann 28. mars sl.. Ţar bendir hann réttilega á ađ greiđslujöfnunarleiđ Íslandsbanka dugi ekki ef stjórnvöldum takist ekki ađ styrkja gengi krónunnar.  Ţrátt fyrir ţessa ábendingu ţá leggur Haraldur til ađ lánastofnanir bjóđi greiđslujöfnunarleiđ Íslandsbanka. Ţađ verđur ađ teljast athyglisvert í ljósi ţess ađ krónan hefur veikst um 10%  síđast liđnar tvćr vikur.  Spyrja má ţví hvort Haraldi og stjórnvöldum finnist eđlilegt og sanngjarnt ađ heimilin í landinu séu í áhćttuviđskiptum međ krónuna á tímum ţegar forsendur lánanna eru algjörlega brostnar vegna efnahagshrunsins og óstöđugleika krónunnar.

 

Heimili sem tóku erlend íbúđalán hafa lifađ viđ stöđuga óvissu vegna veikingar krónunnar nú í allt ađ tvö ár, en ekki bara frá 6. október. Lán sem tekiđ var í maí 2007 ađ upphćđ um 16 mkr. (međalskuldir heimilanna skv. Seđlabankanum)  helmingur í japönskum jenum og hinn helmingurinn í svissneskum franka stendur nú,  eftir um 10% veikingu krónunnar síđustu tvćr vikur, í um 35 mkr. Ef viđkomandi lán vćri ekki í frystingu vćri ţessi fjölskylda ađ borga sem nemur ríflega 100% meira í mánađarlega afborgun en viđ upphaflega lántöku, eđa úr um 110 ţúsund krónum á mánuđi í allt ađ 250 ţúsund krónur  (og er ţá ekki tekiđ tillit til ţess ađ margar fjármálastofnanir hćkkuđu einnig vexti á erlendum lánum á tímabilinu). 

 

Úr áhćttusömum bráđabirgđalausnum í langtímalausnir

 

Svo virđist sem fjármálastofnanir séu nú enn og aftur byrjađar ađ bjóđa heimilunum upp á flóknar fjármálalausnir sem settar eru í fallegan markađsbúning s.s. eins og greiđslujöfnunarleiđina. Slík lausn er í raun eingöngu bráđabirgđa- og skammtímalausn sem leysir ekki vandann en heldur  heimilunum áfram í rússíbanareiđinni međ gengi íslensku krónunnar. Vandanum er í raun kastađ inn í framtíđina, jafnvel til elliáranna, ef ekki  til barnanna sem verđa ţeirrar gćfu ađnjótandi ađ erfa skuldabagga foreldranna sem gistu í  ţrćlabúđum krónunnar og fjármálastofnana frá lántökudegi áriđ 2007.

 

Hagsmunasamtök heimilanna skora hér međ á stjórnvöld ađ koma fram međ raunhćfa langtíma lausn fyrir ţá sem voru ginntir međ markađstilbođum bankanna til ađ taka erlend lán, međ ţví ađ leiđrétta ţessi lán áđur en ţingi er slitiđ og áđur en lánin losna úr frystingu. Leiđréttingin felst í ţví ađ bođiđ verđi upp á ađ breyta lánunum í krónulán frá og međ ţeim degi sem ţau voru tekin. Til samrćmis viđ önnur íbúđalán í landinu mćtti setja á ţau verđtryggingu líkt og á önnur íbúđalán. Međ ţessu móti sćtu allir íbúđalántakendur í landinu viđ sama borđ og gćtu barist saman fyrir leiđréttingu á verđtryggingunni vegna áhrifa af spákaupmennsku og hruni efnahagskerfisins eins og Haraldur Líndal Haraldsson hagfrćđingur telur ţörf á og Hagsmunasamtök heimilanna eru honum fyllilega sammála um.

 

29.3.2009
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

www.heimilin.is


mbl.is Stjórnvöld leiđrétti erlend lán
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Núverandi forsćtisráđherra er landráđakona og svikari eins og margir ađrir pólitíkusar í öllum flokkum.

kv, Óskar

Óskar Arnórsson, 30.3.2009 kl. 04:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband