Hvað ber framtíðin í skauti sér hvað varðar húsnæðismál íbúa höfuðborgarsvæðisins?

Borgarstjórnarflokkur VG efnir til almenns fundar um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 4. mars kl. 20:00 og er öllum opinn.

Frummælendur verða þau Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra, Ásta Rut Jónasdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs og Páll Gunnlaugsson arkitekt og fyrrverandi formaður Búseta.

Að framsögum loknum sitja þau við pallborð og svara spurningum úr sal. Á fundinum gefst kjörið tækifæri til að ræða og fá upplýsingar um hinar ýmsu hliðar húnsæðismála og stöðuna nú eftir efnahagshrunið. Húsnæðisskuldir, verðbætur, vextir, gjaldþrot, eignarhúsnæði, leiga, kaupleiga, húsnæðissamvinnufélög og annað sem er ofarlega í huga íbúa höfuðborgarsvæðisins hvað varðar þörfina fyrir þak yfir höfuðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband