Getur einhver svarað þessu?

Í umræðum á facebook er því haldið fram að ERM II geti verið endastöð fyrir Ísland í gjaldmiðilsmálum.  Þannig megi ná fram afnámi verðtryggingar.

Er þetta raunhæft?

Eða þurfum við að fara alla leið yfir í evruna, ef við ætlum á annað borð inn í ESB?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Efnahags- og myntbandalagið er hluti af "pakkanum". Öll ríki sem ganga í ESB eftir 1993 eru skyldug til að taka upp evru.

Danmörk og Bretland eru einu ríkin sem hafa evru-undanþágu. Þau voru þegar í sambandinu þegar Maastricht samningurinn var í smíðum og gátu því fengið "opt-out" sem aðildarríki. Svíþjóð er með tímabundna semí-undanþágu.

Það er mikill munur á aðildarríki og umsóknarríki hvað varðar undanþágur. Því miður benda sumir ranglega á evru-undanþágu Dana og Breta í umræðunni um umsókn Íslands. Það er undanþága sem umsóknarríkjum stendur ekki til boða.

Haraldur Hansson, 16.7.2011 kl. 00:13

2 identicon

Heill og sæll Þórður Björn; jafnan - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Láttu ekki hvarfla að þér; að Ísland, sem er Norður- Ameríkuríki, gangist undir helzi Evrópskra nýlnduvelda, í bráð - né lengd; Þórður minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 02:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mesti misskilningur, sem INNLIMUNARSINNAR hafa haldið fram, VERÐTRYGGINGIN fer ekkert af við það að skipt verði um gjaldmiðil því hún er ekki bundin við neina eina mynt en aftur á móti er hún (verðtryggingin) hluti af EFNAHAGSSTJÓRNUNINNI hér á landi og með því að "BÆTA" hana losnum við undan verðtryggingunni.

Jóhann Elíasson, 16.7.2011 kl. 06:27

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sælir og takk fyrir svörin.

Bara til áréttingar þá er spurning mín ekki borin upp vegna áhuga míns á því að Ísland gangi í ESB heldur til að fræðast um rökin sem haldið er á lofti með og á móti.

Bendi fólki á að renna yfir þessa færslu sem ég skrifaði um afnám verðtryggingar og Maastricht-skilyrðin, í henni reifa ég einnig mín sjónarmið varðandi aðild Íslands að ESB:

http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1173883/

Þórður Björn Sigurðsson, 16.7.2011 kl. 07:17

5 identicon

Afnám verðtryggingar með einungis ERMII aðild er alveg raunhæfur möguleiki. Ég reyndar er þeirrar skoðunar að afnám verðtryggingar sé ekki jafn mikið vandamál og margir fullyrða og reyndar hjálpi gjaldeyrishöftin til þess í augnablikinu. En, aðild að ESB og ERMII væri hins vegar mun styrkari stoð undir slíka aðgerð til framtíðar. Þar kemur líka inn í stærsta atriðið sem er að viðhald gengis íslensku krónunnar yrði orðið samvinnuverkefni SÍ og ECB.

Um það að ríki séu skuldbundin til þess að taka upp Evru, þá er það laukrétt. En eflaust sýnir ekkert betur hvað fullveldi aðildarríkja er þó sterkt að í tilfelli Svíþjóðar, sem hefur ENGA undanþágu hvað varðar upptöku Evru, sögðu menn einfaldlega nei þegar á hólminn var komið og hafa hingað til komist upp með það.

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 11:08

6 identicon

Að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu nema að ganga í ESB er blekking.  Til þess að afnema hana þá þarf fyrst og fremst pólitískan vilja. 

Samfylkingin og VG nota hótunina um áframhaldandi verðtryggingu sem svipu á kjósendur til þess að reyna að lokka þá til fylgis við sambandsaðild.

Seiken (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 12:28

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Friðrik: Sérstaða Svíþjóðar skapast af því að þeir gengu í Sambandið 1995. Maastricht var samþykktur 1993 og tók gildi 1994.

Vegna þess að þessar miklu breytingar urðu á meðan Svíar voru í sínu samningsferli er það óskráð samkomulag að ganga ekki hart að þeim. Þess vegna hafa þeir "komist upp með það", en hefur akkúrat ekkert með fullveldi að gera.

Þessi eina undantekning frá reglunni er ekki gott dæmi til að benda á. Og allra síst sem dæmi um fullveldi.

Haraldur Hansson, 16.7.2011 kl. 16:00

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hví skyldi verðtrygging afnumin þegar hún er valfrjáls að miklu leyti? Hún er afnumin og hefur alltaf verið afnumin að því leyti að óverðtryggð lán hafa aldrei verið bönnuð. Þér bjóðast óverðtryggð lán. Taktu þau ef þú kýst þau. En fólk kýs verðtyggðu lánin því þau hafa þann kost á móti vissum ókostum að afborganir eru þar mun lægri fyrstu árin og því auðveldara að glíma við þau á meðan ungt fólk er að koma undir sig fótunum í fyrsta skiptið og hefur sem minnst á milli handanna.  
 
Sjá mynd;
 
The repayment burden of standard and indexed variable rate mortgages 
 
Sjá eftirfarandi útskýringu Morgan Stanley í Financial Innovation and European Housing and Mortgage Markets;
 
Indexed linked mortgages have the twin benefit of generating a less downward sloping real burden of repayments and also a less volatile one. The burden of servicing the debt is much lower in the early years of the mortgage – which is a desirable feature since that is when affordability issues are most acute. But will lenders want to offer them? There are strong reasons to believe that innovation will come because the products that are right for borrowers create financial assets that should suit investors. As a result of this sort of indexed lending securities can be created that allow investors to receive streams of income that are linked to consumer price inflation and to overall house price inflation. These could come to represent a useful addition to the supply of existing index linked bonds that create a return that is some fixed amount in excess of consumer price inflation and that are overwhelmingly issued by governments, with some limited private sector issues (often from utilities companies). A security that generates a fixed return over house price inflation is likely to be one that many long term investors would see as a useful addition to the existing pool of securities. 
 
Það sem þú ert í raun að segja er þetta: "Ég vil ekki borga þá áhættuþóknun sem fjárfestar krefjast alls staðar í heiminum þegar þeir lána ungri þjóð með Vesturlandamet í hagvexti og efnahagslegum framförum hin síðustu 60 ár." Þannig lönd - t.d. Ísland - hafa alltaf mun hærri verðbólgu en elliheimili evruríkja þar sem meðalaldur þjóða er miklu miklu hærri en hér. ESB-elli-þjóðin er að miklu leyti búin að neyta og eyða því sem eytt er á venjulegri mannsævinni. Því er verðbólga þar lægri og stundum of lág.   

ERM II efnahagspyntingarklefi Evrópusambandsins gæti hins vegar þýtt afnám Íslands. Afnám í stað landnáms eða landvinninga. Undir ERM-II settu Lettland og Litháen heimsmet í efnahaglegum samdrætti. 30 prósent af hagkerfi Lettlands er horfið. Fáir fá þar húsnæðislán í hvellsprengdu húsnæðis- og hagkerfi eftir risavaxna bólu, og það sama gildir um mörg ESB- og evrulönd í dag, því mynt Evrópusambandsins heyir nú á þriðja ári baráttu um líf eða dauða daglega. Fjármálamarkaðir eru þar í járnum. Öll þessi lönd gætu boðið verðtryggð lán til þess að koma fjárfestingum í gang.

Verðtrygging fjárskuldbindinga er ekki séríslenskt fyrirbæri; Sjá;
 
 
Haraldur Hansson hefur réttilega svarað því hér að ofan að öll ríki sem ganga í Evrópusambandið er skylt að leggja niður sína eigin mynt og taka upp evru um leið og þau uppfylla skilyrðin, og að leggja niður allt fullveldi sitt í mynt- peninga- og vaxtamálum til frambúðar. Þau mega aldrei aftur gefa út sína eigin mynt eða stjórna sér sjálf í mynt- peninga- né vaxtamálum.   

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2011 kl. 16:37

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Menn verða líka að athuga það að þegar lánahefðum (eða útistandandi lánabirgðum) á markaði er breytt þá breytist um leið allur markaðurinn með.

Breytingarnar á markaðinum gætu auðveldlega kollsiglt hagkerfinu því framboð á fjármangi til atvinnurekstrar gæti stöðvast eða orðið of lítið og of dýrt til að hægt væri að skapa atvinnu og hagvöxt. 

Afnám (bann) einnar tegundar lána getur þýtt að hagvexti þyrfti að fórna og það gæti þýtt hrun húsnæðisverða og launa en hins vegar ekki lána og greiðslubyrði að sama skapi.

Þú gætir setið með 40 prósent lægri laun til að þjónusta lán sem ekkert hefur lækkað og ert um leið orðinn meira en eignalaus = átt ekkert lengur í húsi þínu sem þú getur boðið sem veð við endurnýjun lána.

Þetta er ekki einfalt mál   

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2011 kl. 16:54

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sannleikurinn er sá að ef Ísland gengi í Evrópusambandið þá yrði okkur BANNAÐ að banna verðtryggð lán. Svo einfalt er þetta mál í raun og veru. 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2011 kl. 16:57

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Að síðustu er svo hægt að benda á það að gangi Ísland í Evrópusambandið þá þyrfti að BANNA Íbúðarlánasjóð Íslands eða breyta honum í eins konar bankahlutafélag. Þið þekkið þau. 

Sem sagt: ESB innganga Ísland myndi þýða;

BANNAÐ væri að BANNA verðtryggð lán

BANNA þyrfti Íbúðarlánasjóð Íslands.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2011 kl. 17:33

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarið við spurningunni er einfalt:

ERM er fastgengisstefna miðað við Evru.

Verðtrygging er afleiðutenging fjárskuldbindinga við innlent verðlag.

Hvort um sig hefur akkúrat ekkert með hitt að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2011 kl. 23:42

13 identicon

Friðrik: "... En eflaust sýnir ekkert betur hvað fullveldi aðildarríkja er þó sterkt að í tilfelli Svíþjóðar, sem hefur ENGA undanþágu hvað varðar upptöku Evru, sögðu menn einfaldlega nei þegar á hólminn var komið og hafa hingað til komist upp með það..."

Ekki láta blekkja þig, um leið og harðnar á dalnum hjá Svíum þá verðar þeir neyddir með ofurvaldi og ofurefli ESB til að taka upp Evru.

Undanfarin 35 ár hafa einungis ríki í miklum efnahagserfiðleikum sótt um aðild að ESB (kannski með einni undantekningu). Þau hafa litið á ESB sem töfralausn sem hún reynist síðan ekki.

Björn (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 10:30

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Rögnvaldsson: En fólk kýs verðtyggðu lánin því þau hafa þann kost á móti vissum ókostum að afborganir eru þar mun lægri fyrstu árin

Þetta er algengur misskilningur, en misskilningur engu að síður. Lægri greiðslubyrði í upphafi lánstímans með því að jafna út greiðslubyrðinni er eiginleiki svokallaðra jafngreiðslulána (annuitet) en hefur ekkert að gera með verðtrygginguna sem slíka. Jafngreiðslulán eru til bæði með og án verðtryggingar, en þau fyrrnefndu eru algengasta form húsnæðislána.

Verðtrygging hefur minnst áhrif í upphafi lánstímans á meðan vísitalan hefur lítið breyst frá lántökudegi. Hún hefur hinsvegar mest áhrif á seinni hluta lánstímans þegar uppsöfnuð hækkun vísitölunnar er orðin mikil. Þessi seinkun áhrifanna er meðal þess sem Seðlabankinn telur að dragi úr skilvirkni peningastjórntækja sinna (sem eru fyrst og fremst stýrivextir).

Annað sem vert er að nefna varðandi verðtryggð jafngreiðslu lán er hvernig bankarnir reikna þau, þ.e.a.s. að verðbæta ekki bara afborganir heldur höfuðstólinn líka, auk þess að leggja hluta verðbótanna við höfuðstólinn og jafndreifa þeim þannig yfir það sem eftir er lánstímans. Fyrir þessu er hvergi lagaheimild heldur aðeins heimild til að verðtryggja greiðslur af láninu, en með því að reikna þessi skuldabréf eins og um framvirkan afleiðusamning væri að ræða eru bankarnir ekki aðeins að rukka fólk um höfuðstól + vexti + verðtryggingu, heldur einnig verðbætur á vextina og vexti af verðbótunum! Þetta kemur sér afskaplega vel fyrir bankann, því þannig þarf hann að öllum líkindum aldrei að afskrifa neitt þó stöðugt sé greitt af láninu. Í bókhaldinu hefst eignamyndun lántakandans nefninlega ekki af neinu viti fyrr en eftir að helmingur er liðinn af lánstímanum (20 ár eða meira), en þegar þar að kemur verður hann líklega þegar búinn að borga tvöfalda upphaflega lánsfjárhæð. Ef lántakandinn gefst upp á að vera þræll bankans áður en eignamyndarstiginu er náð mun bankinn hirða mestallt söluandvirðið, en allt sem lántakandinn hefur greitt umfram markaðsverð fyrir leigu á sambærilegu húsnæði er í raun tapað fé sem getur hlaupið á milljónum fyrir litla íbúð. Þetta er í rauninni eins og að þurfa að leigja íbúðina af bankanum í 20 ár áður en maður fær möguleika á að eignast hana, en þá þarf maður að borga fyrir hana aftur!

Þess má að lokum geta að samkvæmt tilskipun um fjármálaþjónustu sem gildir á EES-svæðinu er fjármálafyrirtækjum óheimilt að gera framvirka afleiðusamninga við aðra en fagfjárfesta, sem þýðir að neytendalán með jafngreiðsluverðtryggingu eru að öllum líkindum ólögleg á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2011 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband