Samfylkingin og fjármálastöðugleiki á evrusvæðinu

xs evrusvaedi
mbl.is Breskir bankar flýja evru-svæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar mælir þú með að Þjóðverjar setji peningana sína?

Íslensk stjórnvöld stóðu sig vel og bönnuðu íslensku fólki að færa peningana sína á örugga staði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 19:00

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ég treysti mér ekki til að gefa Þjóðverjum ráð.  Er ekki nógu vel að mér um hvaða valmöguleikar standi til boða.  Getur þú eitthvað frætt mig um það, Stefán? 

Ég mæli hins vegar með þessarar greinar eftir Chris Martenson:

,,One of the conclusions that I try to coax, lead, and/or nudge people towards is acceptance of the fact that the economy can't be fixed.  By this I mean that the old regime of general economic stability and rising standards of living fueled by excessive credit are a thing of the past.  At least they are for the debt-encrusted developed nations over the short haul -- and, over the long haul, across the entire soon-to-be energy-starved globe."

http://www.chrismartenson.com/blog/death-debt/58941

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með fréttum af afstöðu Merkel ofl. evrópska þjóðarleiðtoga til nýs ,,björgunarpakka" fyrir Grikkland og aðkomu einkabanka í því sambandi.

Þórður Björn Sigurðsson, 19.6.2011 kl. 19:17

3 identicon

Geturðu ekki sagt mér hvar peningar einstaklinga eru öruggir? 

Hvað á Íslendingur að gera eða aðrir einstaklingar?

Eihverjar lausnir hlýtur þú að hafa.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 19:32

4 identicon

Fyrirgefðu, en þetta á ekki að vera skot. 

Ég myndi gjarna fá að vita hvað við, einstaklingar, eigum að gera þegar næsta hrun á sér stað.

Það hlýtur að verða annað hrun á Íslandi þegar evran hrynur, því útflutningstekjur Íslendinga koma 70% frá evruríkjum.

Þess vegna hef ég áhyggjur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 19:36

5 identicon

Stefán, stjórnmálamenn vita alveg hver lausnin á spurningu þinni er en þeir en kjósa að hrinda henni ekki í framkvæmd heldur frekar að velja leið sem gerir fjármálakerfið enn brothættara og eykur kerfislega áhættu.

Það er sem sagt nóg að gera innistæður að forgangskröfum í öllum bankastofnunum þá stýrir restin af kerfinu sig sjálfkrafa. ESB kýs hins vegar leið með fölsku öryggi, þ.e. hækka hina heimskulegu lágmarkstryggingu.

Hvað rýrnun peninga varðar þá verða Þjóðverjar bara að taka því eins og hverju öðru hundsbeini. Einhverjir munu væntanlega ná að flytja fjármuni sína í öruggari hagkerfi.

Björn (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:20

6 identicon

Björn:  Já, svona eins og Íslendingar;)

Eru ekki Íslendingar að greiða fyrir hrunið hér á landi?

Það er enginn stjórnmálaflokkur hér sem í ríkisstjórn myndi gera annað en núverandi.

Láta einstaklinga borga tapið svo að fjármálastofnanir þurfa þess ekki.

Árásir á Evru eru aðeins skjól fyrir íslenska stjórnmálamenn sem þora og geta ekki að taka á málum á Íslandi.

Hvað hefur krónan umfram evru?  Jú, það er hægt að gengisfella krónuna á kostnað einstaklina.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:40

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ég færði öll þau viðskipti sem ég gat í Sparisjóð Suður-þingeyinga.  Húsnæðislánið er enn í gamla bankanum.  SP-Þing er annar af tveim fjármálastofnunum sem ekki hafa fengið ríkisstuðning eftir hrunið.  Hin er Sparisjóður Strandamanna.  Ég ráðlegg öllum að færa sitt fé þangað sem það telur það öruggt.  Undir koddann ef með þarf.

Til að taka á málum á Íslandi hef ég lagt til að skiptigengisleiðin verði farin.  Þ.e. upptaka annars gjaldmiðils á mismunandi gengi.  Bendi í því sambandi á skrif Friðriks Jónssonar, http://fridrik.eyjan.is/2010/12/plasturinn-af.html

Sú leið myndi auka líkurnar á að Ísland uppfylli Maastricht skilyrðin, kjósi Íslendingar að ganga í ESB og taka upp Evru.  Eins og ég hef rakið á þessu bloggi er ekki útlit fyrir að Ísland muni uppfylla skilyrðin fyrr en í fyrsta lagi 2019.

Þórður Björn Sigurðsson, 19.6.2011 kl. 20:55

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Varðandi Maastricht skilyrðin vísa ég í þessa færslu:
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1173883/

Eitt aðalvandamálið eru opinberar skuldir Íslands.  Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og stofnanna á þess vegum.  Þar með talið allar eignir og skuldbindingar sem kunna að hafa verið færðar utan efnahagsreiknings.  Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð þjóðarinnar.  Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga.

Einnig þarf að ráðast í endurskipulagningu lífeyrissjóðakerfisins.

Þórður Björn Sigurðsson, 19.6.2011 kl. 20:59

9 identicon

Já, eins og í Grikklandi.  En hvað eiga einstaklingar á Íslandi og Grikklandi að gera?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 21:01

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er mú hreinræktuð bla bla frétt.  Eitthvað bla bla frá Tele - og Moggaterur bætir bla bla þar ofaná.  Allt kunnuglegt.

Hinsvegar eru innstæður eigi tryggar hér á landi á og skiptir engu sparisjóður Suðaustur-þingeyinga eða sparisjóður Austurstrætis.  það er opinber stefna innbyggjara að svo sé ekki.  það sem að tryggja innstæður á samkv. innbyggurum alltaf að vera galtómt og hugsanlega geta menn fengð eitthvað í gjaldþrotameðferð bankans.

þaðer bara ekki hægt að ljúga uppá þá íslendinganna.  Slíkur er fífla og hálfvitagangurinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 21:05

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,það fyrirbrigði sem á að tryggja innstæður á Íslandi á samkv. innbyggurum alltaf að vera galtómt" O.s.frv.

Með frétt Tele, að þá snýst hún ekki um lánveitingar breskra til evrópskra í unsecured lending. Mér sínist það.  Og eitthvað bla bla eftir ónafngreindum heimildum etc.  Nákvæmlega zero merkilegt.  það er alveg rannsóknarefni hve íslendingar hlaupa alltaf eftir einhverri dellu sem Dabbinn þeirra réttir að þeim með LIÚ-teskeið.  Og ætti að skipa sérfræðinganefnd til að rannsaka það atriði. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 21:11

12 identicon

Þá fá innistæðueigendur ekkert ein lánadrottnar?

Þó svo að evra er í Grikklandi, þá flýja þeir til Sviss með peningana sína.

Þeir treysta ekki öðrum evruþjóðum.

Það er ekki gott.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 21:11

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Með hvað leið þarf á Íslandi - þá þarf ekkert að ræða það neitt.  þá leið sem stjórnvöld hafa farið.  það er rétta og eina leiðin.  Síðan í framhaldi aðild að EU.

Með Grikkland sérstaklega, þá er í raun vandamálið þar, að þeir hafa ekkert gripið til aðgerða til að ná niður fjárlagahallanum.  það gerist ekkert.  Flokkarnir eru allir í pólitískri keilukeppni og líka innan flokka. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 21:32

14 identicon

Ómar:  Breytist þá eitthvað á Íslandi ef Grikkland fær að leika lausum hala?  Er okkur betur borgið innan ESB?

Ég vil ganga í ESB, en ég sé ekki hvernig það á að ganga í dag eða á morgun.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 21:42

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

1. ,,Breytist þá eitthvað á Íslandi ef Grikkland fær að leika lausum hala?"

2. ,,Er okkur betur borgið innan ESB?"

3. ,,Ég vil ganga í ESB, en ég sé ekki hvernig það á að ganga í dag eða á morgun."

1. Eg held að þessi vankantar verði bara leystir í framhaldinu.  þetta leysist allt á endanum.  þetta er í raun innanríkisvandamál Grikkja.  Ósamlyndi og skortur á samstöðu.  Hvaða nákvæmlega stefnu þetta kann að taka er erfitt um að segja.  það er erfitt að meta þeta alveg utanséð frá td. þá stefnu Merkel sem virðist vera að einkabankar komi að þessu með einhverjum hætti.  Eg er bara ekki alveg viss um að alveg sé ljóst hvað liggur að baki þeim ummælum þýskara.

2. Já.  Það er mitt mat.  Og þá til langs tíma litið.  Eg er ekkert sértaklega að horfa á Evruna endilega heldur það að Ísland á að vera fullgildur aðili að samstarfi Evrópujóða og láta þar rödd sína heyrast í þeim málum er ísland helst varða.  Eg einfaldlega skil ekki afhverju svo ætti ekki að vera. Að segja nei við EU - það er bara = segja nei við meiri áhrifum og/eða fullveldi eða hvað menn vilja kalla það.

3.  Reyndar er ég farinn að hallast að því að Ísland muni ekki gerast aðili fyrr en eftir 10-30 ár - en þá veit maður auðvitað ekkert hvernig mál hafa þróast hérna.  Kannski verður búð að fokka öllu þvílíkt hérna að landið getur ekki staðið undir sjálfstæði sínu.  það er allt hugsanlegt í þessu.  Og þá líklega stendur næst Dönum að taka Ísland undir sinn verndarvæng aftur - kannski gerist það 2044. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 22:27

16 identicon

Þetta er ekki bullfrétt.  Alveg magnaður þú Ómar að halda því fram. Minnir bara á apana þrjá..(Eða kanski kratana).

Milljarðaflutningar av Evrum geta ekki kallast bull.

Það er bara ein leið Stefán fyrir einstaklinga sem er fær og sú er ekki í gegn um innistæðu af nokkrum heimsins pappírspeningum í dag.  (Kanski ástralíudollar eða norskar krónur).

Ekki Evru, ekki dollara og auðvitað ekki heldur ískrónu.  

Handföst verðmæti.  Gull þykir mörgum sniðugt enda er víst ameríkanin að hugsa um að banna slík viðskipti einstaklinga.

Steinsteypa á Íslandi er þrátt fyrir allt betri kostur en Evrupeningar eða annar pappír.  ..Kanski kaupa nokkur tonn af áli í straumsvík og planta í heimreiðina eða út á svalir?  ...Það er bara ekkert öruggt í þessum heimi.  Sérstaklega ekki ef það er mælt í Evrupappír.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 23:30

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg sagði þetta væri bla bla frétt.  Svona byrjar hún á Tele:

,,Senior sources have revealed that leading banks, including Barclays and Standard Chartered, have radically reduced the amount of unsecured lending they are prepared to make available to eurozone banks, raising the prospect of a new credit crunch for the European banking system."

Bla bla.

það er þannig að þegar Dabbi kemur með LÍÚ teskeið sína og fer að vitna í Tele - þá er þumalputtaregla að setja stóra fyrirvara og þunga.  það er bara þannig.  þumalputtaregla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 23:46

18 identicon

Voðalega þarf allt að snúast um Davíð hjá EU mönnum, þeir virðast vera eina fólkið sem sér ekki sólina fyrir honum.  Sjálfstæðismenn virðast ekki þjást af þessu í sama mæli og þá er nú mikið sagt.

Í guðs bænum gerið þið málflutningi ykkar þann greiða að klippa Davíð Oddson út úr samsæriskenningunum ykkar, þetta hjálpar engum og sýst ykkur sem viljið taka stýmið blint inn í Brussel.

Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 00:01

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki get eg séð að það sé nein samsæriskenning í því að Moggagreyið sé LÍÚ  teskeið og Dabbinn ritstjóri þeirrar tekskeiðar.  Bara sorrý.    Það er nú bara einfaldlega staðreynd að svo er.  Fakt.

Nú, með samsæriskenningar per se þá eru þið þarna á Heimssýn sérfræðingar í þeim geiranum.  þið pósið hverri samsæriskenningunni af annarri og jafnel mörgum á dag á ykkar rökþrota siðuræksni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2011 kl. 00:27

20 identicon

Ef Breskir bankar eru að selja Evrur og kaupa Pund, þá ætti það að sjást á gengi  EUR/GSB.  Ekki er hægt að sjá neinar óvenjulegar sveiflur í gengi þessara gjaldmiðla síðustu daga. Því er þetta sennilega enn ein bull fréttin um vandræði Evrunar.

Sjá. http://www.fxstreet.com/rates-charts/forex-charts/

jkr (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 02:59

21 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Flott mynd af öpunum. Fyrirsögnin hittir algerlega í mark.

Eggert Guðmundsson, 20.6.2011 kl. 07:40

22 identicon

Breskt viðskiptalíf stendur illa og breska pundið hefur orðið illa út. Bandaríkjadollar er annar gjaldmiðill sem nýtur lítils trausts. Skulsetning Bandaríkjanna er geigvænleg og stórveldistími Bandaríkjanna er að líða undir lok.

Varla ætla þessir bresku bankar í íslenskar krónur. Þessi frétt segir allt sem segja þarf um fréttamat Morgunblaðsins og eigenda þess. Tilvist kvótakerfisins og andstaða við ESB áður en við fáum að vita hvað við fáum og fáum ekki í þeim samningi. Við erum ekki að drukkna í tilboðum. Íslenska hagkerfið er að skeppa saman og engin fjárfesting er í gangi og áframhaldið er aukin skattheimta, fátækt, fólksflutningar, háir vextir og núna er refsivert að hafa nokkrar evrur í vasanum.

Ríkið er búið að reyna að halda uppi dómínókubbum íslensks viðskiptalífs þar sem 1/3 fyrirtækja eru í raun gjaldþrota og stór sveitarfélög/bæjarfélög eru nánast gjalþrota og við blasir stórfellt atvinnuleysi.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 07:49

23 identicon

Held að aparnir lýsa í betur íslenskum almenningi. Munum það að flokksmenn okkar stýrðu landinu í 18 ár fram yfir hrun.

Það eru 3 ár frá hruni og ekkert vitrænt kemur frá neinum íslenskum stjórnmálaflokki.

Fólk heldur að velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samgöngukerfið verði fjármagnað af öðrum en Íslendingum.

Það er nánast ekkert framleitt á Íslandi enda verður þetta skattahelvíti næstu áratugina hver sem stýrir enda get ég ekki sagt að hvorki vinstri eða hægriflokkar hafi neitt gott "track record" í efnahagsstjórn bæði á landsvísu eða í smærri skala.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 07:55

24 identicon

Það er hægt að eiga sparifé í öðru formi en endilega krónum, evrum eða bréfum.

Best að hafa aldrei öll eggin í sömu körfunni;)

Sjálfur er ég með sparnað í pundum.

Og varðandi gengi evru-gbp, þá ættu sveiflur að vera hægar, því það kemur jú fram að Bretar hafa verið að skipta í rólegheitum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 09:51

25 identicon

Gengi Evru miðað við pund hefur verið nokkuð stöðugt síðustu 3 ár með hlutfallið um og yfir 0,81. Í raun er stærsti lánveitandi írska bankakerfisins (sem keyrir í evru) enskir bankar og þeir eiga allt undir að það rúlli ekki enda var öllu tjaldað til að fá íranna til að ábyrgjast þetta.

Hagkerfi heimsins er svo samofið að halda að það séu einhver örugg höfn er náttúrleg út í hött.

Öruggast núna eru væntanlega skandínavísku myntirnar sænsk og norsk króna.

Tjallarnir eru í tómu bulli enda eru ríki sem byggja svona mikið fjármálabransa mörg og erfið ár framundan.

Raunar skipist Evruhagkerfið í tvennt norður og suður og þeir gera það gott Þjóðverjarnir, Austurríki eins Pólverjar og Eistrarsaltslöndin með 8% hagvöxt, Holland og raunar Frakkar þanning að þetta er flókin mynd og margt óráðið.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband