Mosfellsbær rekinn með tapi þrjú ár í röð og safnar skuldum - tillaga að mótvægisaðgerð

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í Mosfellsbæ frá árinu 2002.  Á kjörtímabilinu 2002 - 2006 var flokkurinn með fjóra menn af sjö í bæjarstjórn.  Á kjörtímabilinu 2006 - 2010 voru sjálfstæðismenn þrír í bæjarstjórn og mynduðu meirihluta með fulltrúa VG.  Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aftur hreinan meirihluta, fjóra fulltrúa kjörna sem mynda nú aukinn meirihluta með fullrúa VG.  Flokkurinn hefur því ráðið lögum og lofum í bænum hart nær áratug.

Þegar upplýsingar um fjármál bæjarins eru teknar til skoðunar á þessu tímabili birtist okkur saga af sveitarfélagi sem reisti sér hurðarás um öxl í hinu svokallaða góðæri.  Tíðaranda þar sem nýfrjáls hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins náði flugi samkvæmt reikningum sveitarfélagins fyrir árin 2004 - 2007.  Þá var mikill hagnaður af rekstinum og viðsnúningur frá taprekstri áranna 2002 og 2003.  Hins vegar kom á daginn haustið 2008 að flugferðin sem flokkurinn og hugmyndafræðilegir meðreiðarsveinar hans stýrðu var feigðarflan að hætti Íkarusar.  Brotlendingin eftir því.  Harkaleg og efnahagskerfi heillar þjóðar rústir einar. 

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2010 hefur verið samþykktur og markar hann ákveðin vatnaskil.  Svo virðist sem reksturinn stefni í óefni.  Í fyrsta sinn, síðan að minnsta kosti 2002, dragast tekjur saman frá fyrra ári á meðan gjöld aukast.  Þá er útlit fyrir að skuldastaðan sé komin úr böndunum.  Því á meðan skuldir per íbúa aukast frá fyrra ári minnka eignir per íbúa samhliða eins og sést á eftirfarandi töflu sem byggir á ársreikningum bæjarins fyrir síðast liðin þrjú ár:

 

2008

2009

2010

Tekjur

4.650.228.008

4.654.579.214

4.507.640.000

Gjöld

4.114.772.752

4.287.533.718

4.301.627.000

Rekstrarniðustaða

535.455.256

367.045.496

206.013.000

fyrir fjármagnsliði

 

 

 

 

 

 

 

Fjármagnsliðir

-694.343.803

-652.295.627

-414.749.000

sem hlutfall af tekjum

-14,93%

-14,01%

-9,20%

 

 

 

 

Rekstrarniðurstaða

-168.078.849

-266.656.638

-204.668.000

sem hlutfall af tekjum

-3,61%

-5,73%

-4,54%

 

 

 

 

Eignir

8.614.773.471

11.261.561.223

11.627.229.000

 

 

 

 

Skuldir

5.917.938.144

7.459.651.491

8.074.988.000

sem hlutfall af tekjum

127%

160%

179%

 

 

 

 

Fjöldi íbúa

8.192

8.403

8.553

 

 

 

 

Skuldir á mann

722.405

887.737

944.112

Eignir á mann

1.051.608

1.340.183

1.359.433

 

Eins og sjá má hefur Mosfellsbær verið rekinn með tapi þrjú ár í röð.  Uppsafnað tap síðustu þriggja ára er rúmar 639 milljónir króna.  Til að mæta því tapi hefur sveitarfélagið meðal annars ráðist í lántöku líkt og ráða má af vaxandi skuldastöðu sem er nú tæplega 8,1 milljarður.  Það samsvarar 322 25 milljón króna íbúðum eða 944 þúsund krónum á hvern Mosfelling.  Skuldir sem hlutfall af tekjum vaxa einnig hratt og mælast nú tæp 180%.  Í því sambandi hefur AGS  lagt til að lögfest verði 150% þak á skuldir sveitarfélaga, sem hlutfall af tekjum.

Ekki fæst séð að rétt verði úr kútnum nema til róttækra aðgerða komi.  Eins og nú háttar í okkar samfélagi er ekki verjandi að grípa til frekari gjaldskrárhækkanna eða aukins niðurskurðar.  Því ef marka má framkomu sveitarfélagsins gagvart sýnum minnstu bræðrum og systrum virðist ekki af nokkru að taka.  Því til stuðnings má nefna að í vetur hafnaði meirhlutinn beiðni velferðarráðherra um að viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar verði sambærileg og atvinnuleysisbætur, sem þá voru um 150 þúsund á mánuði.  Þess í stað var ákveðið að fjárhæðin hækkaði úr 125 þúsund krónum á mánuð í 129 þúsund.  Ekki veit ég hvernig manneskjur sem þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð Mosfellsbæjar lifa af, en ég efast ekki um að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir í Mosfellsbæ geti útskýrt það.  Þetta er ekki síður umhugsunarvert í því samhengi að þegar nokkur sveitarfélög voru tekin til skoðunar í vetur kom í ljós að að þörfin fyrir fjárhagastöð jókst hlutfallslega mest í Mosfellsbæ. 

Til að vinna bug á þeirri erfiðu stöðu sem við blasir er lagt til að ráðist verði að rótum vandans, jafnvel í samvinnu við ríkið og önnur sveitarfélög.  Ofurskuldsetning er ekki staðbundinn við Mosfellsbæ, hún er landlæg.  Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og stofnanna á þess vegum.  Þar með talið allar eignir og skuldbindingar sem kunna að hafa verið færðar utan efnahagsreiknings.  Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð þjóðarinnar.  Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga.  Hér gæti Mosfellsbær tekið frumkvæði og freistað þess að stofna til samstarfs við þar til bæra aðila um verkefnið.  Verði ekki af samvinnunni ráðist Mosfellsbær í verkið á eigin forsendum.

Í ljósi þess að samkvæmt efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda er ekki útlit fyrir að Ísland muni uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrr en í fyrsta lagi 2019 vegna of mikilla opinberra skulda, hljóta þeir sem hlynntir eru upptöku evru með aðild að ESB að vera sérstklega áhugasamir um ofangreinda tillögu.  En eins og margir vita þá er uppfylling Maastricht-skilyrðanna forsenda evru-upptöku.  Og fari svo að þjóðin ákveði að ganga ekki í Evrópusambandið verður alltént búið að vinna markvisst gegn skuldakreppunni þegar þar að kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband