Opið bréf til Skilanefndar Landsbanka Íslands

Landsbanki Íslands hf, Skilanefnd - Slitastjórn
Austurstræti 16
155 Reykjavík

Forseti Íslands hefur vísað lögum um nýja Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þann 4. janúar 2010, áður en forseti Íslands vísaði lögum um Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu, sendi forsætisráðherra forseta Íslands samantekt sem sérfræðingar í stjórnarráðinu unnu um stöðu mála vegna Icesave.

Í samantektinni  segir meðal annars:

,,Bretar og Hollendingar hafa leyst til sín kröfur meginþorra innstæðueigenda á þrotabú LÍ. Í krafti þeirra munu þeir fá til sín langstærstan hluta þess sem greiðist úr þrotabúinu og væntanlega um 90% upp í kröfur sínar. Þeir munu þannig fá á næstu 7 árum allar þær greiðslur sem þeir hefðu fengið samkvæmt samningunum. Í krafti þessarar afgerandi meirihlutastöðu meðal forgangskröfuhafa í þrotabúið munu Bretar og Hollendingar í reynd nánast verða eins og eigendur þrotabúsins. Sem slíkir myndu þeir ráða afar miklu um hvernig úr því vinnst og hafa áhrif á hvernig það heldur á málum m.a. gagnvart íslenskum aðilum sem eru skuldunautar þrotabúsins." (Feitletrun mín)
http://www.mbl.is/media/00/1900.pdf

Í ljósi þess að forseti Íslands hefur nú vísað Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu óskar undirritaður eftir upplýsingum um hverjir umræddir ,,íslenskir aðilar" séu.  Þá óskar undirritaður jafnframt eftir tæmandi og sundurliðuðum upplýsingum um allar eignir þrotabús Landsbanka Íslands, bókfært virði þeirra og áætlað söluvirði.  Einnig óskar undirritaður eftir rökstuddu áliti skilanefndarinnar á hvaða áhrif ábyrgð ríkissjóðs á icesave samningunum  kann að hafa á endurheimtur krafna þrotabúsins.

Almenningur hefur verið hvattur til að taka upplýsta ákvörðun um málið í boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ofangreindar upplýsingar kæmu að gagni í því sambandi.

Virðingafyllst,
Þórður Björn Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er vel haldið á spöðunum, Þórður Björn. Heilar þakkir!

Almenningur á heimtingu á því að þessum málum sé ekki haldið leyndum.

Jafnvel íslenzka Icesave-samninganefndin fær ekki aðgang að gögnunum! Jafnvel ekki eiðsvarnir fjárlaganefndarmenn!*

Hvað er það, sem svo miklu skiptir að leyna íslenzku þjóðina?

____________

* Hins vegar fær brezk endurskoðunarskrifstofa aðgang að gögnunum! Ætli upplýsingar leki þá ekki til ráðamanna Bretastjórnar?! Og hvernig víkur því við, ef brezk stjórnvöld treysta fullyrðingum skilanefndarinnar um góða stöðu "þrotabúsins", að þau höfnuðu samt því, sem hefði þá í þeirra augum átt að vera einföld lausn málsins, 48 milljarða króna eingreiðslan? – Er ekki ástæðan akkúrat sú, að Bretar vita betur en við – vita, að eignabúið er slappara en af er látið og að þeirra bíður miklu meira fé úr vösum íslenzkra stritara, ef þeir síðastnefndu láta narrast til að æmta "já!" við ólögvörðu falsskuldarkröfunni í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 15:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Þórður Björn. Þetta er grundvallarkrafa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Glæsilegt framtak Þórður. Það liggur nú fyrir að skilanefndin veit nákvæmlega hvar IceSave peningarnir eru niðurkomnir, en neitar að upplýsa það vegna "bankaleyndar", sem er furðulegt því þetta er ekki banki með starfsleyfi heldur þrotabú. Það er aum skilanefnd sem kemur í veg fyrir að peningunum verði skilað, og aum þjóð sem lýsir sig ábyrga fyrir slíkum öfugmælum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2011 kl. 16:13

4 identicon

Þjóðin á rétt á að fá sömu leyniupplýsingar og fjárlaganefnd fékk um Icesave. Skilanefnd Landsbankans skal afhenda upplýsingar um hvert Icesavepeningarnir fóru sem og gera grein fyrir afkomuhorfum þrotabús Landsbankans. Almenningur hefur verið hvattur til að taka upplýsta ákvörðun um Icesave málið í boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Burt með leyndarhyggjuna og allt upp á borðið!

Cilla (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 21:21

5 Smámynd: Þórður Einarsson

Sæll nafni.

Auðvitað verður að upplýsa kjósendur um allar eignir þrotabúsins og áætlað verðmæti.Fyrr er ekki hægt að að taka neina upplýsta afstöðu.Hver er t.d.staðan á skuldabréfi nýja bankans til þess gamla,eru þær kröfur sem mér skilst að hafi verið keyptar líklegar til að skila sér.Ef ekki má þá ekki bæta því tapi við ICESAFE reikninginn?

Þórður Einarsson, 24.2.2011 kl. 00:31

6 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Flott mál Þórður Björn, það er kominn tími til að stjórnvöld séu krafin um svör og fari að svara spurningum og upplýsa fólk.

Það er nóg komið af pukri og að halda almennigi óupplýstum með  skipulögðum hætti og vilja.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 24.2.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband