Krugman og verðtryggingin

Paul Krugman birti grein í gær í NY Times sem er vel þess virði að lesa.

Í greininni veltir Krugman fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin í hagkerfi Evrópu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, ríkisvæðingu skulda þess og hvaða áhrif Evran og myntbandalagið hefur í því sambandi. 

Eins veltir hann fyrir sér þeim möguleikum sem virðast vera uppi í stöðunni fyrir ríkin og Evrópu.  Þeir eru: a) að harka af sér, b) að endurskipuleggja skuldir, c) taka Argentínu og d) endurkoma Evrópuhyggjunnar

Hann nefnir Ísland sem dæmi um Evrópuríki sem hefur komist næst því að ,,taka Argentínu" og telur sveigjanleika krónunnar okkur til tekna í því sambandi:

,,The European country that has come closest to doing an Argentina is Iceland, whose bankers had run up foreign debts that were many times its national income. Unlike Ireland, which tried to salvage its banks by guaranteeing their debts, the Icelandic government forced its banks’ foreign creditors to take losses, thereby limiting its debt burden. And by letting its banks default, the country took a lot of foreign debt off its national books.

At the same time, Iceland took advantage of the fact that it had not joined the euro and still had its own currency. It soon became more competitive by letting its currency drop sharply against other currencies, including the euro. Iceland’s wages and prices quickly fell about 40 percent relative to those of its trading partners, sparking a rise in exports and fall in imports that helped offset the blow from the banking collapse.

The combination of default and devaluation has helped Iceland limit the damage from its banking disaster. In fact, in terms of employment and output, Iceland has done somewhat better than Ireland and much better than the Baltic nations."

Þó greining Krugman sé í megindráttum rétt virðist hann líta framhjá áhrifum verðtryggingar á skuldir almennings þegar gengi krónunnar fellur líkt og raun ber vitni.  Ætli hann viti hreinlega af henni, blessaðri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður punktur, Sérfræðingarnir, þeir sjálfskipuðu og hinir líka, gleyma oft að með því að gengið félli var heil þjóð gerð að láglaunalandi, sem mun taka áratugi að leiðrétta ef það þá tekst nokkurn tímann.

Síðan er ég á móti því að talað sé um að Íslendingar felldu gengi gjaldmiðils síns til að styrkja útflutninginn. Krónan bara féll og það var ekkert sem nokkur gat gert til að koma í veg fyrir það.

Ekki fyrr en við fengum kút og kork frá AGS og gátum hent fleiri hundruð milljarða jafnvirði af erlendu lánsfé frá AGS og nágrannalöndunum (sem vel að merkja skattgreiðendur verða látnir greiða aftur með vöxtum) í að halda uppi krónunni og koma í veg fyrir að hún félli enn meir.

Theódór Norðkvist, 16.1.2011 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband