Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Upplýstir um stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stórmerkilegt myndskeið, þér er vonandi sama ef ég skeyti þessu inn víðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 04:39

2 identicon

Það sem er alltaf að þessu landi er að yfirvöld eru alltaf að verja sérhagsmunahópa.

Við Íslendingar búum við dulbúna lénsherra skipulag. 

Rabbi (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband