Handritið er búið

„Virðulegur forseti, það er áhugavert að sitja hér í þingsal og hlusta á karp fjórflokksins eða þríflokksins. Leikritið heldur áfram eins og undanfarna áratugi, leikritið heldur áfram. Þingmenn átta sig ekki á því að handritinu lauk 20. janúar 2009. Þeir hafa verið að feta sig áfram handritslausir á þingi í bráðum 2 ár og því fer sem fer. Heimilin eru að fara til fjandans. Efnahagslífið er að fara til fjandans. Stjórnmálin eru að fara til fjandans. Nýja handritið var skrifað í aðdraganda sveitarstjórnakosninga fyrir nokkrum vikum þó að þingmenn átti sig ekki á því að þá er komin hér ný umræða í stjórnmálin og ný krafa frá almenningi um það hvernig stjórnmál eiga að vera og þau eiga ekki að vera eins og fram hefur komið hér á þingsal í morgun. Annað framhjólið og annað afturhjólið, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, rífast hér um hvað gerðist, þiggjendur útrásarþýfis saka aðra um spillingu, fólk sem að sat hér í embættum í bankaráði Seðlabankans, hvers reikningur til þjóðarinnar samkvæmt lokafjárlögum 2008 er 192 milljarðar, saka aðra um vanrækslu… hvert haldið þið að þetta leiði? Hver verður niðurstaðan úr þessu? Niðurstaðan verður sú að fulltrúalýðræðið eins og það hefur birst fólki hér á Íslandi er ónýtt, fulltrúarnir á þingi, fulltrúar almennings, fulltrúar kjósenda eru fyrst og fremst fulltrúar sjálfs síns, en ekki fulltrúar almennings. Handritið er búið. Það er ekki lengur til þetta leikrit sem þið eruð að leika ykkur í. Þið verðið að fara tala öðruvísi og hugsa öðruvísi. Hversu lengi ætlið þið að halda áfram? Það eru engar afgerandi aðgerðir í vanda heimilanna, það eru engin frumvörp um lýðræðisumbætur sem verða afgreidd á þessu þingi.“

Þór Saari, um störf þingsins 8. júní 2010
mbl.is Segist hafa upplýst um styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Enn hefur ekki verið upplýst hver lofaði Má launahækkun.

Hreinn Sigurðsson, 8.6.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband