Siðferði og trúverðugleiki Háskóla Íslands

Stofnun stjórnsýslufræða, kynjafræði innan stjórnmálafræðideildar og blaða- og fréttamennska innan félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands boða til málþings, miðvikudaginn 21. apríl 2010, undir yfirskriftinni ,,Af hverju gengur þetta svona hægt? Konur, kosningar og fjölmiðlar"

Á dagskrá er m.a. auglýst erindi Katrínar Jakobsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem kallast:  ,,Viðbrögð stjórnmálamanna, núv. og fyrrv. ráðherra mennta-og menningarmála, stutt innlegg".

Í kjölfar útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur Þorgerður Katrín eins og kunnugt er sagt af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. 

Nafn Þorgerðar er m.a. að finna í töflu 23 sem tilgreinir þá Alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán.  Taflan er í 8. bindi skýrslunnar.  Í samhengi við þær upplýsingar sem fram koma í töflu 23 sagði Þorgerður Katrín í afsagnarræðunni um síðustu helgi: 

,,Hjá þeirri staðreynd verður ekki horft að minn elskulegi eiginmaður – og þar með ég sjálf með einum eða öðrum hætti - stöndum í eitt þúsund og sjöhundruð milljón króna skuld við kröfuhafa lána sem við tókum. Líkt og ég sagði áðan eru skuldir okkar Kristjáns ekki nýjar fréttir en með útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar er þessi veruleiki enn áþreifanlegri en áður.

Það var hinn gallharði femínisti í mér sem svaraði í útvarpinu einn morguninn í vikunni svo óheppilega að þetta væru ekki mínar skuldir heldur hans! Reyndar finnst mér alls ekki sanngjarnt að  stjórnmálakonurnar sem taldar eru skulda stórar upphæðir samkvæmt skýrslunni eru þar allar komnar á blað vegna viðskipta og fyrirgreiðslu  við eiginmanna þeirra. En hér er sanngirni ekki til umræðu heldur siðferði og tilfinningar."


Nafn Þorgerðar er einnig að finna í töflu 6. í sama bindi sem tilgreinir þá þingmenn sem þáðu styrk frá Landsbankanum á tímabilinu 2004 - 2008.

Einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar er Ásta Möller, forstöðumaður stofnunnar stjórnsýslufræða.  Nafn hennar er einnig að finna í ofangreindum töflum.


mbl.is Boða til aukalandsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi kynja stofnun er furðuleg en samkvæmt henni er mun betra að vera rændur af öðru kyninu en hinu.

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband