Úr stöðugleikasáttmálanum

,,Forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði fyrir gerð kjarasamninga eru að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á."

http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/stodugleikasattmalinn/


mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Teljast 318.000 kr. há laun eftir 5 ára nám erlendis?

Eftir 15 ár er 318.000 + 26.5% = 402.000 Er ástæða til að setja lög á þetta?

Hvað með réttindi skv. kjarasamningi? 

inga (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 19:48

2 identicon

Allar aðgerðir þessarar Ríkisstjórnar, virðast mér vera úr korti og á skjön við þjóðina og t.d. Stöðugleikasáttmálann. Og helst gagnast sem hjálp og vernd við auðvaldsöflin hér i landinu sem komu okkur í skítinn.

Það var annars ótrúlegt að fylgjast með því á Alþingi í dag að eina fólkið sem stóð á móti þessum fáránlegu inngripum í deilu launþega við einkafyrirtæki. Voru þingmenn Hreyfingarinnar. 

Á verkalýðurinn enga aðra talsmenn þar? Áfram Hreyfingin.

Talsmenn sem sjá  mikilvægi þess frumréttar, sem okkar verkalýðsforkólfar (flestir úr röðum gömlu forveraflokkum V.G. og Samspillingar) Eyddu blóði, svita og tárum í að fá í gegn á mannsöldrum. Þetta brutu þingmenn auðvaldsins niður í duftið í einni atkvæðagreiðslu í dag. Það er, þeir sem þorðu að mæta.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:12

3 identicon

Góða kvöldið,

Hélt að Ögmundur og Atli Gísla hefðu gefið sig út fyrir að vinna fyrir launþega.

Því miður virðist allt loft úr þeim.

Hreyfingin virðist vera eina aflið á þingi sem hugsar um hinn venjulega mann í þjóðfélaginu. Þökk sé þeim! 

ella (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband