Betur má ef duga skal

Þegar kemur að stjórnmálasamtökum og auglýsingum þeirra í ljósvakamiðlum sker Ísland sig úr.  Víðast hvar í Evrópu eru slíkar auglýsingar bannaðar eða mjög takmarkaðar.

Þessum málum hefur m.a. verið gerð skil í grein sem kallast Fjármál stjórmmálasamtaka.

Grein Einars Árnasonar sem vísað er í nefndri grein er aðgengileg hér.

Í þessu samhengi vil ég einnig vekja athygli á málflutningi Hreyfingarinnar sem vill gera róttækar breytingar í þessum efnum.  Nauðsynlegt er að hugsa samhliða um auglýsingar stjórnmálasamtaka og fjármögnun þeirra. 

Áherslur Hreyfingarinnar felast m.a. í að dregið verði úr fjárframlögum til stjórnmálasamtaka og fjárþörf þeirra takmörkuð.  Til að mynda með því að veita stjórnmálasamtökum aðgang að fjölmiðlum líkt og tíðkast með s.k. political broadcasting. 

Eins vill Hreyfingin að framlög lögaðila verði gerð óheimil enda sé vandséð hvernig lögaðili getur haft hugmyndafræðilegan áhuga á framgangi mála.  Að mati Hreyfingarinnar á að hámarka framlög einstaklinga við 200.000 kr. og öll framlög hærri en 20.000 kr. ber skilyrðislaust að skrá og opinbera innan eins dags frá greiðslu þeirra.

Þessum sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri við nefndina sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera.


mbl.is Þak á auglýsingakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

í síðustu kosningum (þingkosningum 2009) var svona samkomulag gert. báðir vinstri flokkarnir fóru langt fram úr því sem heitið var að eyða í þetta. ekki nema þar á bæ hafi menn fengið styrki í gegnum afskriftir á skuldum hjá fjölmiðlum í eigu einstaklinga sem nú fá gríðarlega afskrifaða 1000 milljarða.

Fannar frá Rifi, 16.3.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband